Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer
UMFÍ og ÍSÍ hafa sent frá sér tilmæli varðandi endurgreiðslu æfingagjalda. Þar er mælst til þess að félögin haldi áfram að þjónusta iðkendur með fjar- og heimaæfingum eins og best er kostur. Þar sem segir einnig að þar sem þessar aðstæður sem nú eru uppi séu dæmi um ytri atvik sem ekki voru fyrirséð og ekki unnt að koma í veg fyrir. Sú staðreynd að íþróttafélög geta ekki veitt þjónustu sína telst því almennt ekki vanefnd gagnvart iðkendum. Iðkendur geta því ekki krafist þess að æfingar fari fram með hefðbundnu sniði né krafist skaðabóta vegna þess að æfingar hafa fallið niður. Hins vegar þarf að koma til móts við iðkendur vegna þess tímabils sem æfingar liggja niðri. ÍSÍ og UMFÍ leggja áherslu á í tilmælum sínum að ábyrgð og ákvörðun um tilhögun og ráðstöfun æfingagjalda er alfarið á forræði aðildarfélaganna sjálfra og/eða deilda þeirra.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að hægt verði að meta heildarstöðuna þegar faraldurinn hefur gengið yfir og samkomubanni aflétt. Óskar því ráðið eftir því við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð að þau skili inn skýrslu til íþrótta- og æskulýðfulltrúa um stöðu félagsins eftir að samkmomubanni hefur verið aflétt. Einnig telur ráðið mikilvægt að ef félag sér fram á að lenda í fjárhagserfiðleikum á meðan að á samkomubanninu stendur, að hafa samband við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.