Íþrótta- og æskulýðsráð

117. fundur 14. janúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Jóhann Már Kristinsson boðaði forföll, Jónína Guðrún Jónsdóttir mætti í hans stað.

Allir fundarliður fóru fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00.

1.Umsóknir um styrk úr afreks- og styrktarsjóði 2019

Málsnúmer 201911083Vakta málsnúmer

Afhentir voru styrkir til einstaklinga úr afreks- og styrktarsjóði fyrir árið 2019.
Eftiraldir aðilar fengu styrk úr sjóðnum:
a) Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu

b) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi

c) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum

d) Amanda Guðrún Bjarnadóttir vegna ástundunar og árangurs í golfi

e) Guðfinna Eir Þorleifsdóttir vegna ástundunar og árangurs á skíðum

f) Snorri Guðröðarson vegna ástundunar og árangurs í frisbí-golfi

g) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu

h) Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir vegna búnaðarkaupa fyrir afreksþjálfun á nýjum gervigrasvelli

2.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

Fulltrúar íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar undirrituðu styrktarsamninga milli félaganna og Dalvíkurbyggðar til næstu fjögurra ára.

3.Íþróttamaður Dalvíkurbygggðar 2019

Málsnúmer 201911109Vakta málsnúmer

Þórunn Andrésdóttir, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.

Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2019 voru eftirfarandi:
Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar
Elín Björk Unnarsdóttir - Sundfélagið Rán
Ingvi Örn Friðriksson - tilnefndur af íþrótta- og æskulýðsráði eftir ábendingu frá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar.
Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
Sveinn Margeir Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2019 er Ingvi Örn Friðriksson.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og Ingva Erni til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2019.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.

Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið kl. 18:00

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi