Íþrótta- og æskulýðsráð

116. fundur 07. janúar 2020 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbygggðar 2019

Málsnúmer 201911109Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar, að því loknu fór fram leynileg kosning.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:

Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar

Elín Björk Unnarsdóttir - Sundfélagið Rán

Sveinn Margeir Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir

Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

Einnig sendi Kraftlyftingarfélag Akureyrar inn ábendingu um Ingva Örn Friðriksson. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að tilnefna einnig Ingva Örn til kjörs á íþróttamanni ársins.

2.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningum við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er búinn að kynna samningsdrögin fyrir félögunum. Farið yfir þær athugasemdir sem komu fram og lagfærðar í samningum. Stefnt er að því að skrifa undir samningana á hátíðarfundi ráðsins þriðjudaginn 14. janúar 2020.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi