Fræðsluráð

232. fundur 12. desember 2018 kl. 08:00 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Felix Rafn Felixson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
  • Fjóla Dögg Gunnarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Fjóla Dögg Gunnarsdóttir Kennsluráðgjafi
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður boðaði forföll og í hans stað mætti Þórunn Andrésdóttir.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, Arna Arngrímsdóttir, fulltrúi starfsmanna Krílakots og Telma Björg Þórarinsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna á Krílakoti sátu fundinn undir liðum 2-5.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Dalvíkurskóla og Jónína Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna í Dalvíkurskóla sátu fundinn undir liðum 6-7.
Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna í Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 6-8.

1.Fjárhagslegt stöðumat - málaflokkur 04

Málsnúmer 201811048Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 - janúar til og með nóvember 2018. Einnig lagði hann fram hugmyndir um að fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04- verði framvegis kynnt ársfjórðungslega.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Fræðsluráð samþykkir að fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 verði lagt fram ársfjórðungslega hér eftir.

2.Umbóta og aðgerðaáætlun - Krílakot 2018

Málsnúmer 201809030Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir mættu til fundar kl.08:20.

Niðurstöður úr könnun Vinnuverndar sem lögð var fyrir starfsfólk í nóvember 2018 fylgdu fundarboði.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Fræðsluráð óskar eftir að málið verði tekið aftur upp þegar að greiningu á niðurstöðum er lokið.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201812026Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201812027Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201812028Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir fóru af fundi kl. 9:00

6.Fundargerðir fagráðs

Málsnúmer 201811046Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir og Jónína Garðarsdóttir mættu til fundar kl. 9:00,

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerðir fagráðs frá 12/11 og 26/11.
Lagt fram til kynningar.

7.Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Málsnúmer 201810025Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að viðbrögðum við ófullnægjandi skólasókn sem fylgdu fundarboði ásamt samantekt frá kennurum varðandi ábendingar og athugasemdir.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir fóru af fundi kl. 9:20

8.Ráðning stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla

Málsnúmer 201812025Vakta málsnúmer

Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019.
Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu.
Jónína Garðarsdóttir fór af fundi kl. 9:35

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Felix Rafn Felixson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
  • Fjóla Dögg Gunnarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Fjóla Dögg Gunnarsdóttir Kennsluráðgjafi