Fræðsluráð

162. fundur 08. febrúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Gitta Unn Ármannsdóttir skólastjóri Leikbæjar, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots, Guðrún Anna Óskarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Kristín Dögg Jóhannsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla sátu fundinn undir málefnum leikskóla.

Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyg

1.Fjölmenningarstefna skóla

Málsnúmer 201112041Vakta málsnúmer

&Fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar var lögð fyrir fundinn.  Kennsluráðgjafi kynnti stefnuna og þau nýmæli í þjónustu sem stefnan tekur til. Jafnframt var gerð grein fyrir vinnuferlinu.

  

Fræðsluráð fagnar stefnunni, vísar henni til félagsmálaráðs til umsagnar og óskar eftir kostnaðarmati frá skólastjórnendum.

2.Grænfáni

Málsnúmer 201201070Vakta málsnúmer

&Greint var frá því að nú hefðu allir skólar sveitarfélagsins skilað umsóknarskýrslu um Grænfánann inn til Landverndar. Aðeins Leikbær hefur þegar farið í úttekt og fengið vilyrði fyrir því að flagga fánanum í mars. Hinir skólarnir bíða eftir því að fara í úttekt á næstunni og vonandi flagga fánanum í vor.

 

Fræðsluráð lýsir yfir ánægju með þennan stóra áfanga og er áhugasamt um framhaldið.

3.Styrkumsóknir 2012

Málsnúmer 201202004Vakta málsnúmer

&Kennsluráðgjafi greindi frá styrk sem fékkst nýlega frá Þróunarsjóði innflytjendamála vegna verkefnisins Söguskjóður. 

Jafnframt var farið yfir þá styrki sem skólarnir og fræðslusvið hafa hug á að sækja um á næstunni.

 

Til upplýsinga.

4.Starfið í nýjum skóla í Árskógi 2012

Málsnúmer 201202002Vakta málsnúmer

&Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson nýráðinn skólastjóri óstofnaðs skóla í Árskógi kynnti fyrir ráðinu forgangsröðun verkefna næstu mánaða.  Starfsmannamál eru í forgangi og mun hann og sviðsstjóri fræðslu- og menningarráðs fara á fund bæjarráðs á morgun vegna þessa.

 

Fræðsluráð býður Gunnþór velkominn til starfa og þakkar honum fyrir upplýsingarnar.

5.Skólanámskrá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201111007Vakta málsnúmer

Vegna veikinda var þessum lið fundarins frestað til næsta fundar.

6.Endurskoðun á samningi við Símey um rekstur námsvers

Málsnúmer 201201062Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi endurskoðaður samningur við Símey um rekstur Námsversins á Dalvík.

 

Fræðsluráð samþykkir samninginn.

7.Önnur mál 2012

Málsnúmer 201201001Vakta málsnúmer

a) Rætt um sumarlokun og námskeið fyrir starfsfólk leikskóla í Uppbyggingarstefnunni þann 15. ágúst nk.  Stefnt er að því að sumarlokun fyrir börn verði frá 9. júlí til og með 15. ágúst.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs