Fræðsluráð

163. fundur 14. mars 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá
Gitta Unn Ármannsdóttir skólastjóri Leikbæjar, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots, Guðrún Anna Óskarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Kristín Dögg Jóhannsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla sátu fundinn undir málefnum leikskóla.

Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyg

1.Fordómafræðsla

Málsnúmer 201203033Vakta málsnúmer

&Nemendur úr 9. bekk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar komu á fundinn með erindi um einelti og fordóma fyrir fundarmenn.

 

Fræðsluráð þakkar nemendunum fyrir frábært erindi.

2.Starfið í nýjum skóla í Árskógi 2012

Málsnúmer 201202002Vakta málsnúmer

&Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson fór yfir verkefnastöðuna. Ákveðið var að gera sérstaka könnun á viðhorfum foreldra leik- og grunnskólabarna varðandi ýmsa þætti skólastarfsins.

 

 

3.Fjölmenningarstefna skóla

Málsnúmer 201112041Vakta málsnúmer

&&Á síðasta fundi fræðsluráðs kynnti kennsluráðgjafi stefnuna. Stefnan er lítillega breytt frá síðasta fundi en hún hefur verið lögð til umsagnar fyrir kennara beggja stiga svo og foreldra- og skólaráð. Með fundarboði fylgdi jafnframt kostnaðarmat á stefnunni. Kennsluráðgjafi og skólastjórnendur útskýrðu forsendur þess. Jafnframt var tekin til umræðu umsögn félagsmálaráðs um stefnuna.

 

Fræðsluráð fagnar stefnunni og samþykkir að hún taki fullt gildi frá 1. janúar 2013 og beinir því til skólanna hefja innleiðingu strax eftir megni. Jafnframt heimilar fræðsluráð að á fjárhagsliðinn stuðning í leikskólum verði áætlað sérstaklega vegna ákvæðis um stuðning þegar barnafjöldi af erlendum uppruna fer yfir 20% við næstu fjárhagsáætlanagerð. Kostnaði við annað, s.s. túlkaþjónustu verði mætt innan ramma hvers leikskóla.

 

Fræðsluráð leggur til að þessari þjónustuþörf í grunnskólanum verði mætt með endurskipulagningu á yfirstandandi ári, án þess að til aukafjárveitingar komi. Innleiðing stefnunnar hefjist strax eftir megni og tekið verði tillit til hennar við fjárhagsáætlunargerð fyrir 2013.

 

Fræðsluráð þakkar öllum sem komu að vinnunni fyrir gott starf.

4.Skóladagatöl 2012-2013

Málsnúmer 201202005Vakta málsnúmer

&Gísli Bjarnason, skólastjóri grunnskólans og Kátakots kynnti tillögur sínar að skóladagatali Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og skóladagatali Kátakots.

 

&Í kjölfarið fór fram umræða um vetrarfrí grunnskólans og ákveðið var að spyrja út í viðhorf til vetrarfrís í næstu foreldrakönnun grunnskólans áður en farið verður í vinnu við skóladagatöl 2013-2014.

 

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots kynnti tillögur að sínu skóladagatali en skóladagatöl Krílakots og Kátakots eru samræmd.

 

Kaldo Kiis, skólastjóri tónlistarskólans kynnti tillögur að sínu skóladagatali. 

 

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri nýs skóla í Árskógi kynnti drög að sínu skóladagatali, í drögunum er miðað við skóladagatöl hinna skólanna en það felur þó í sér fleiri lokunardaga fyrir leikskólabörn en almennt hefur verið. Skóladagatalið er enn í vinnslu.

 

Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl Dalvíkurskóla, Kátkots, Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Skóladagatal nýs skóla í Árskógi var til kynningar og felur fræðsluráð skólastjóra að vinna það áfram á sömu forsendum. 

5.Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 201202111Vakta málsnúmer

Rætt var um sumarlokun leikskólanna.

 

Fræðsluráð samþykkir að sumarlokun Káta- og Krílakots verði frá 16. júlí til og með 15. ágúst. Síðasti starfsdagur Leikbæjar verður 13. júlí og mun ný leikskóladeild í Árskógi hefja starf mánudaginn 20. ágúst.

6.Önnur mál 2012

Málsnúmer 201201001Vakta málsnúmer

&a) Skólabúðir að Húsabakka og Rimum.

 

Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar sagði frá skólabúðum á Húsabakka, 27. febrúar til 2. mars síðastliðinn. Þar voru saman 7. bekkir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og Valsárskóla og almenn ánægja var með búðirnar.

 

 

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi