Fræðsluráð

210. fundur 09. nóvember 2016 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti og Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra sátu fundinn undir liðum 1 og 2. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla sat fundinn undir liðum 1-4 og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólanna sátu fundinn undir liðum 1-5.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201606116Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma fræðslumála (04) fyrir árið 2017 og er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma.




Fræðsluskrifstofa
28.746.037

Fræðsluráð
1.696.903

Stuðningur
6.718.155

Krílakot
170.056.432

Dagvistun


Sameiginlegir liðir
200.004

Dalvíkurskóli
395.874.099

Árskógur
89.871.639

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga
32.593.280

Frístund
7.581.676

Ferðastyrkur v/náms
1.700.001

Umferðarskólinn
93.510

Framhaldsskólar Eyjafjarðar
3.607.354

Námsver
873.801

Samtals
739.612.891




Umræða varð um tölvutengingu í Dalvíkurskóla. Unnið er eftir fyrirliggjandi endurnýjunaráætlun og ekki er komið að endurnýjun á Multicid kerfinu fyrr en á árinu 2018. Sama kerfi er í notkun í Árskógarskóla og staðan þar er eins. Fræðsluráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum rammann eins og hann liggur fyrir.

2.2017 Gjaldskrá - Fræðsluráð

Málsnúmer 201611046Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu gjaldskrár ársins 2017 fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga, útleigu á Dalvíkurskóla, Frístund og leikskólana í Dalvíkurbyggð eins og þær líta út eftir 3,9% hækkun á gjaldskrám ársins 2016.
Nákvæm hækkun gjaldskráa samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Drífa, Þuríður og Freyr fóru af fundi klukkan 8:45.

3.Breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008

Málsnúmer 201610128Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu lög um breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 sem undirrituð voru 16. júní 2016 og skýringar við frumvarp um breytingu á lögum um grunnskóla dags. 2. ágúst 2016.
Lagt fram til kynningar.

4.Samræmd próf 2016

Málsnúmer 201606119Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla gerðu grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 4. og 7. bekk Dalvíkurskóla og 4. bekk Árskógarskóla. Gögn þar að lútandi fylgdu með fundarboði.
Fræðsluráð þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.
Gunnþór fór af fundi klukkan 9:30.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 27. og 28. fundar vinnhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Gísli og Dóróþea svöruðu fyrirspurnum um fundargerðirnar. Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og fagnar þessari vinnu.
Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 9:45.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201611045Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs