Fræðsluráð

173. fundur 08. maí 2013 kl. 08:00 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller Kennsluráðgjafi á fræðslu- og menningarsviði
Dagskrá

1.Skóladagatöl 2013-2014

Málsnúmer 201302096Vakta málsnúmer

a) Tónlistarskóli
Með fundaboði fylgdu drög að skóladagatali Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gögn frá Fjallabyggð um hvernig skóladagatali tónlistarskólans þar er háttað sem og upplýsingar frá Akureyrarbæ. Fræðsluráð samþykkir samhljóða skóladagatal Tónlistarskólans eins og það liggur fyrir en óskar eftir að á næsta fundi ráðsins verði allir viðburðir á vegum skólans sem greitt er fyrir tímasettir á skóladagatalinu og framvegis verði það verði gert við gerð þess. Fræðsluráð fer þess á leit við skólastjóra að við gerð næsta skóladagatals (2014-2015) verði ekki gert ráð fyrir að tvöföldum dögum.  b) Dalvíkurskóli
Með fundarboði fylgdi skóladagatal Dalvíkurskóla.Fræðsluráð samþykkir samhljóða dagatal Dalvíkurskóla eins og það liggur fyrir.

2.Útileiksvæði í Árskógi

Málsnúmer 201303098Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþórs Eyfjörð Gunnþórssonar Ósk um viðbótarfjárveitingu vegna lóðar dagsett í maí 2013. Þar kemur fram beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna lóðarinnar við Árskógarskóla upp á 2.000.000 kr. og rökstuðningur vegna þessa. Fræðsluráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti en vísar henni til afgreiðslu Byggðaráðs.

3.Styrkumsóknir 2013

Málsnúmer 201301005Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller kynnti þá styrki sem skólarnir og Fræðslusvið hafa fengið úthlutað nú á árinu.Þróunarsjóður innflytjendamála veitt fræðslu- og menningarsviði styrk upp á 500.000 kr. vegna verkefnisins Eitt samfélag okkar allra, samræðufundur um fjölmenningu.Endurmenntunarsjóður grunnskóla veitti Dalvíkurskóla styrk upp á 250.000 vegna endurmenntunar á sviði viðhorfa og fjölmenningarlegrar kennslu. Sjóðurinn veitti Fræðslu- og menningarsviði styrk upp á 150.000 kr. vegna endurmenntunar á sviði jafnréttis og Árskógarskóla 40.000 kr. vegna endurmenntunar um spjaldtölvur. Sprotasjóður veitti Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar í samstarfi við leik- og grunnskóla styrk upp á 900.000 kr. vegna verkefnisins Jafnrétti-setjum gleraugun á nefið. Fræðsluráð fagnar þessum styrkúthlutunum og telur þær bera vott um að skólarnir séu tilbúnir að þróast og sækja enn frekar fram í skólastarfi.

4.Fundur með foreldrum barna af erlendum uppruna: móðurmál og frístundir

Málsnúmer 201304105Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi kynnti vinnu vegna fundar með foreldrum skólabarna af erlendum uppruna. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 10. maí og hafa nokkur stærstu fyrirtækin í sveitarfélaginu samþykkt að veita starfsfólki sínu leyfi frá störfum til að sækja fundinn. Á fundinum verður fjallað um tvítyngi, móðurmál og tómstundaiðkun. Haldin verða stutt erindi og samræður fara fram með foreldrum. Fulltrúar íþróttafélaganna í byggðalaginu munu vera með kynningu á starfsemi sinni. Fundurinn er ætlaður bæði foreldrum leik- og grunnskólabarna. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðan fund og óskar eftir kynningu á niðurstöðum fundarins að honum loknum.

5.Starfsmannakönnun fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201303200Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi kynnti helstu niðurstöður úr starfsmannakönnun sviðsins en könnunin var lögð fyrir í mars-apríl síðastliðinn. Starfmannakannanirnar koma vel út í skólunum, starfsfólki virðist líða vel í vinnunni, eiga gott samstarf sín á milli og  finnast gott að leita til síns yfirmanns. Mikill áhugi er á símenntun á sviði nútímatölvutækni í skólastarfi, fjölmenningarlegum kennsluháttum, réttri líkamsbeitingu í starfi ásamt fleiru. Nokkur áhugi var á notkun skólabúninga fyrir börn og mestur var hann hjá því starfsfólki sem vinnur með yngstu börnin. Spurt var um ákveðin gildi sem fólki þætti mikilvægust í skólunum og þau gildi sem fólk merkti helst við voru virðing, metnaður, gleði, ábyrgð, heiðarleiki og umhyggja. Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með svo góðar niðurstöður kannananna, ljóst er að starfsfólk skólana er að vinna vel og gera góða hluti. Jafnframt óskar ráðið eftir að stjórnendur skoði hvort rétt sé að bregðast við einhverjum af þeim ábendingum sem komu fram.

6.Foreldrakannanir 2013

Málsnúmer 201304106Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi kynnti helstu niðurstöður úr foreldrakönnunum Árskógarskóla, Krílakots, Kátakots og Tónlistarskólans en kannanirnar voru lagðar fyrir í mars-apríl síðastliðinn. Helstu niðurstöður  eru að almenn ánægja er með skólana og starfsfólk þeirra. Hins vegar kemur fram óánægja með húsnæði á Kátakoti og margir foreldrar á bæði Kátakoti og Krílakoti leggja til að skólarnir verði sameinaðir og að byggt verði við Krílakot en sú framkvæmd er á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Nokkurrar óánægju gætir með matinn í Árskógarskóla og í Dalvíkurskóla en á Krílakoti og Kátakoti eru foreldrar almennt ánægðir með matinn. Í kringum helmingur foreldra allra skólanna virðast taka jákvætt í hugmyndir um skólabúning og meirihluti foreldra telur að þeir geti haft áhrif á stefnu og starf skólanna. Nokkuð stór hluti foreldra er ekki ánægðir með heimasíðu skólanna en mest er ánægjan með heimasíðu Árskógarskóla. Almenn ánægja er með tónlistarskólann og starfsfólk hans. Þó kemur fram að einhverjir foreldrar sakna dagbókarnotkunar þar og þátttöku í Nótunni. Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með svo góðar niðurstöður kannananna, ljóst er að starfsfólk skólana er að vinna vel og gera góða hluti. Jafnframt óskar ráðið eftir að stjórnendur skoði hvort rétt sé að bregðast við einhverjum af þeim ábendingum sem komu fram.

7.Áfallaáætlun fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201303211Vakta málsnúmer

Áfallaáætlun fræðslu- og menningarsviðs svar lögð fram til kynningar.  Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með áfallaáætlunina.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller Kennsluráðgjafi á fræðslu- og menningarsviði