Fræðsluráð

204. fundur 26. apríl 2016 kl. 08:15 - 10:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir/Hlynur Sigursveinsson Starfsmaður/sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn.
Kristinn Ingi Valsson kom til fundar klukkan 8:25 og Steinunn E. Jóhannsdóttir klukkan 8:35.

1.Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar af fulltrúum í starfshópnum. Skýrslan fylgdi fundarboði.
Skýrsla og kynning vinnuhópsins rædd og aðilar sammála um að halda áfram leik- og grunnskólastarfi við Árskógarskóla samkvæmt núverandi skipulagi enda sé það forsenda þess að efla og styrkja búsetu á Árskógsströnd. Fræðsluráð tekur undir tillögu vinnuhópsins um að við innritun barna í leik- og grunnskóla verði foreldrum kynntir allir þeir valkostir sem í boði eru í sveitarfélaginu. Það kallar á einfaldari og aðgengilegri framsetningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.



Fræðsluráð leggur til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar verði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti.



Fræðsluráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnnin störf.













Fundi slitið - kl. 10:40.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir/Hlynur Sigursveinsson Starfsmaður/sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs