Fræðsluráð

169. fundur 12. desember 2012 kl. 08:15 - 10:30 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Þakkir

Málsnúmer 201211039Vakta málsnúmer

a) DalpayVið skólabyrjun í haust, eins og undanfarin haust, færði Dalpay öllum nemendum sem voru að hefja grunnskólagöngu í Dalvíkurbyggð skólatösku, pennaveski og önnur námsgögn. Fræðsluráð þakkar Dalpay fyrir þessa góðu gjöf sem vafalítið létti til með fjölskyldunum. Það er afar dýrmætt þegar fyrirtæki láta gott af sér leiða. b) VÍS Frá því að Dalvíkurskóli hóf störf í haust hefur starfsmaður VÍS, Guðný Sverrisdóttir, oftar en ekki staðið við gagnbrautina við upphaf skóladags og sinnt gagnbrautarvörslu sem og tekið hlýlega á móti börnunum. Fræðsluráð kann Guðnýju og VÍS bestur þakkir fyrir þetta þarfa framtak.

2.Námsleyfi 2013 - 2014

Málsnúmer 201212006Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf, dagsett 29. nóvember, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kemur fram að Gísla Bjarnasyni skólastjóra Dalvíkurskóla og Kátakots hafi verið veitt námsleyfi skólaárið 2013-2014. Fræðsluráð óskar Gísla til hamingju með leyfið og samþykkir að hann nýti sér það.Jafnframt felur fræðsluráð sviðsstjóra að að hefja leit að skólastjóra til að leysa af veturinn 2013-2014. 

3.Sundlaugin í Árskógi

Málsnúmer 201210029Vakta málsnúmer

Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun um rekstrarskostnað við Sundlaugina í Árskógi en í dag er hún notuð vikulega yfir vetrartímann í skólasund. Íþrótta- og æksulýðsráð óskar eftir því við skólastjóra Árskógarskóla að hann skipuleggi skólasundið í lotum frá áramótum, þ.e. að sundkennslan eigi sér stað þegar snjóa leysir. Jafnframt óskar ráðið eftir umsögn fræðsluráðs um fyrirkomulag sundkennslu sem og óskar eftir því að umhverfis- og tæknisvið vinni tíu ára viðhaldsáætlun fyrir sundlaugina" Fræðsluráð gerir ekki athugasemdir við þá tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs en óskar eftir að fylgjast með málinu áfram.

4.Skólaakstur - endurskoðun

Málsnúmer 201212012Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að framlengingu á samningi við Ævar og Bóas ehf en þar er jafnframt gert ráð fyrir að grunnskólanemendur á Dalvík geti tekið skólabílinn og stundað nám í Árskógarskóla. Fræðsluráð samþykkir að framlengja samninginn fyrir skólaárin 2013-2014 og 2014-2015.

5.Trúnaðarmál fræðslusviðs

Málsnúmer 201212010Vakta málsnúmer

Ekkert var bókað.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Hólmfríður G Sigurðardóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs