Fræðsluráð

164. fundur 09. maí 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi
Dagskrá
Fundinn sátu samkvæmt málefnum:
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Kátakots, Valgerður María Jóhannesdóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla, Þórunn Jónsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Gunnþór Gunnþórsson skólastjóri nýs skóla í Árskógi Gitta Unn Ármannsdóttir skólastjóri Leikbæj

1.Kannanir 2012

Málsnúmer 201203026Vakta málsnúmer

&&&Farið var yfir niðurstöður starfsmanna- og foreldrakannana sem lagðar voru fyrir í leikskólunum og grunnskóla í febrúar/mars 2012 sem og foreldrakönnun í Tónlistarskólanum.

 

Niðurstöðurnar eru almennt mjög jákvæðar og betri en í fyrra.

Foreldrar og starfsmenn leikskólans voru m.a. spurðir út í hvort þeir teldu að Krílakot og Kátakot skyldu vera undir sömu stjórn eða hvort óbreytt fyrirkomulag væri heppilegra. Svör starfsmanna skiptust í nokkuð jafna hópa en stærsti hluti foreldra taldi að leikskólinn ætti að vera undir sömu stjórn.

Almenn ánægja var á meðal foreldra með starf leikskólanna en óánægju gætti hjá hluta foreldra barna á Kátakoti vegna húsnæðis og leiksvæðis og kom ítrekað fram að það væri gott ef Káta- og Krílakot gætu verið í sama húsnæði.

 

Niðurstöður foreldrakannananna munu birtast á heimasíðum skólanna undir innra og ytra mati.

 

Sigurður Jörgen Óskarsson fór af fundi kl. 8:45.

 

Fræðsluráð fagnar jákvæðum niðurstöðum og tekur ábendingar foreldra til skoðunar. 

2.Stofnun nýs skóla í Árskógi

Málsnúmer 201111059Vakta málsnúmer

&&&&Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri nýs Árskógarskóla kynnti og fór yfir stöðu mála eins og þau standa í dag.

 

Fræðsluráð þakkar Gunnþóri fyrir upplýsingarnar og leggur áherslu á að skólinn verði tilbúinn fyrir upphaf skólastarfs eins og gert er ráð fyrir.

3.Skólamatur

Málsnúmer 201205004Vakta málsnúmer

&&&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar fór yfir niðurstöður úttektarinnar sem gerð var af Guðrúnu Adolfsdóttur þann 29. febr. 2012. Gísli fór jafnframt yfir fund sem haldinn var með Veisluþjónustunni, þar sem farið var yfir skýrsluna og úrbætur ræddar. Veisluþjónustan mun skila úrbótaáætlun til Dalvíkurbyggðar fyrir júnífund fræðsluráðs.

Umræður urðu um úttektina, um matarvenjur og matarsmekk barna og unglinga. 

 

Fræðsluráð fer fram á að matseðlum skólanna fylgi uppskriftir rétta, upplýsingar um hráefni og að farið sé í öllu að ráðleggingum Lýðheilsustofnunar.

 

 

Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar og tekur undir að mikilvægt sé fyrir ráðið að fá úrbótaáætlun til umfjöllunar á næsta fund.

4.Skólanámskrá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201111007Vakta málsnúmer

&&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti skólanámskrá grunnskólans og í kjölfarið urðu nokkrar umræður.

 

Fræðsuráð fagnar að skólanámskráin sé nánast fullgerð og hlakkar til að fá fullgert eintak til afgreiðslu á júnífundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Hólmfríður Sigurðardóttir kennsluráðgjafi