Fræðsluráð

170. fundur 06. febrúar 2013 kl. 08:00 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi
Dagskrá

1.Innleiðing nýrrar aðalnámskrár (leik- og grunnskóli).

Málsnúmer 201112016Vakta málsnúmer

Fræðsluráð óskaði eftir upplýsingum um hvernig innleiðingarferli nýrra aðalnámskráa miðaði í skólunum. Skólastjórnendur gerðu grein fyrir stöðunni í sínum skólum og fóru yfir innleiðingaráætlanir skólanna.Áhugi er á meðal stjórnenda að innleiða ákveðna grunnþætti menntunar í sameiningu og bjóða því starfsfólki skólanna upp á sameiginleg námskeið í haust.

2.Framlenging á samningi um skólamat, skólaárin 2013-2015

Málsnúmer 201301067Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að framlengingu á samningi við Veisluþjónustuna um skólamat vegna skólaáranna 2013-2014 og 2014-2015. 5% hækkun verður á skólamat í haust og verður því hlutur foreldra grunnskólabarna 362 kr. og hlutur Dalvíkurbyggðar 222 kr., samtals 584 kr. Hádegisverður fyrir leikskólabörn mun kosta 317 kr. Önnur hækkun mun ekki koma til á samningstímanum. Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

3.Fundur með íbúum Dalvíkurbyggðar með annað móðurmál en íslensku

Málsnúmer 201212024Vakta málsnúmer

Upplýst var um að Fræðslu- og menningarsvið í samvinnu við Félagssvið hyggst á næstu mánuðum halda fund með foreldrum barna af erlendum uppruna. Markmið fundarins er fá foreldra til samræðu um skólastarfið, börnin, tómstundir og framboð af hvers kyns þjónustu sem í boði er. Óskað verður eftir röddum foreldra í þessari samræðu, hvað þeir eru að upplifa, hugmyndum þeirra o.s.frv. Þess verður gætt að túlkaþjónusta verði veitt á fundinum. Þegar hefur verið boðað til undirbúningsfundar vegna þessa en í undirbúningshópi sitja stjórnendur skólanna, bókasafns, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt þeim sem starfa sérstaklega með þessum hópi.

4.Söguskjóður-styrkverkefni

Málsnúmer 201212031Vakta málsnúmer

Foreldratengda verkefnið Söguskjóður fór af stað 24. janúar síðastliðinn en fyrsti hluti verkefnisins er samstarfsverkefni Krílakots, Kátakots og fræðslusviðs, styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála. 13 foreldrar eru skráðir til leiks sem vinna að gerð bóktengds málörvunarefnis fyrir börn leikskólanna. Hópurinn hittist vikulega til að sinna þessari vinnu fram að páskum. Jákvæðni og gleði ríkti á fyrstu vinnufundum hópsins.

5.Skólanámskrár 2012-2013

Málsnúmer 201208010Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að skólanámskrá Árskógarskóla. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri fór yfir þau en skólanámskráin mun verða tilbúin til yfirlestrar á næstunni og til samþykktar í júní.  Fræðsluráð þakkar Gunnþóri fyrir upplýsingarnar.

6.Niðurstöður samræmdra prófa 2012

Málsnúmer 201210063Vakta málsnúmer

Á 168. fundi fræðsluráðs þann 14.11.2012 var eftirfarandi bókað:"Niðurstöður samræmdra prófa sem tekin voru í september síðastliðnum í 4. 7. og 10. bekk liggja nú fyrir. Skólastjórarnir, Gísli Bjarnason skólastjóri í Dalvíkurskóla og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í Árskógarskóla kynntu og gerðu grein fyrir niðurstöðum prófanna og hugmyndum þeirra um hvernig unnið verður með þær. Niðurstöðurnar kveikja ýmsar spurningar og mikilvægt er að leita allra leiða til að bæta námsárangur nemenda og fá foreldra til meira samstarfs um það.

 Með fundarboði fylgdi skjal frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni með úrbótaáætlun skólans vegna útkomu á samræmdum prófum.  Gísli  fór yfir áætlunina og gerði fræðsluráði grein fyrir þeim þáttum sem unnið verður með í skólanum skv. áætluninni. Í vor verður unnið frekar að markmiðum í tengslum við raðeinkunn nemenda skólans og mun Gísli Bjarnason gera fræðsluráði grein fyrir þeirri vinnu síðar.  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri fór yfir stöðuna í Árskógarskóla.

7.Styrkveitingar; almennar reglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201112049Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu almennar reglur um styrkveitingar stofnana Dalvíkurbyggðar. Lagt fram.

8.Niðurgreiðslur á skólaakstri framhalds- og háskólanema

Málsnúmer 201210041Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi minnisblað um stöðu almenningssamgangna á svæðinu og þær ábendingar sem komið hafa fram í tengslum við þær. Ljóst er að tímasetningar eru óhentugar fyrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga og jafnframt hafa miklar breytingar orðið á verðskrá. Fræðsluráð leggur til að mánaðarkort, þriggja mánaða kort og níu mánaða kort verði greidd niður um 30% fyrir nemendur 18 ára og eldri í fullu framhalds- og háskólanámi á Akureyri. Ekki verður greitt fyrir kort fyrir nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga enda kemur Dalvíkurbyggð að beinni niðurgreiðslu á þeim ferðum.  Helga Björt vék af fundi.

9.Trúnaðarmál fræðslusviðs

Málsnúmer 201212010Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi