Fræðsluráð

269. fundur 20. apríl 2022 kl. 08:00 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, boðaði forföll og í hans stað kom Þórunn Andrésdóttir.

Aðrir sem sátu fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Erla Hrönn Sigurðardóttir fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti, Hjördís Jóna Bóasdóttir deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla og Magni Þór Óskarsson fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Inntökureglur í leikskóla

Málsnúmer 202110068Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir endurskoðaðar inntökureglur í leikskólum Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir inntökureglur með fimm atkvæðum og vísar þeim til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.
Magni Þór Óskarsson, kom inn á fund kl. 08:10.

2.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóladagatöl skólanna 2022 - 2023

Málsnúmer 202202009Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2022 - 2023.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2022 - 2023 með fimm atkvæðum og vísar þeim til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

4.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir stöðuna í starfsmannamálum fyrir skólaárið 2022 - 2023.
Lagt fram til kynningar.
Starfsfólk Krílakots og tengdir aðilar fóru út af fundi kl.08:40.

5.Skólapúlsinn - niðurstöður úr Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir helstu niðurstöður úr Skólapúlsinum, sem er nemendakönnun í 6. - 10. bekk í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar. Nánari kynning verður á næsta fundi fræðsluráðs.
Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór af fundi kl. 09:10

6.Útboð á skólaakstri 2022 - 2025

Málsnúmer 202112102Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti útboðsgögn fyrir skólaakstur 2022 - 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Útboð á skólamat 2022 - 2025

Málsnúmer 202112103Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti útboðsgögn fyrir skólamat 2022 - 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Nýr kjarasamningur kennara

Málsnúmer 202204028Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu breytingar og áherslur á nýjum kjarasamningi grunnskólakennara.
Lagt fram til kynningar.

9.Niðurstöður úr skólavoginni - starfsmanna - og foreldrakönnun í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202204029Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir helstu niðurstöður úr Skólavoginni, sem er starfsmanna - og foreldrakönnun í Dalvíkurskóla.
Máli frestað til næsta fundar fræðsluráðs.

10.Skýrsla - reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Málsnúmer 202203071Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 09.03.2022 frá Háskóla Íslands, stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, þar sem vakin er athygli á nýútkominni skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Þann 17.03.2022 var erindið tekið fyrir í byggðaráði og var eftirfarandi bókað þar:
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda skýrsluna til kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs