Fræðsluráð

266. fundur 12. janúar 2022 kl. 08:00 - 09:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fjarfund á Teams: Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Erla Hrönn Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti, Hjördís Jóna Bóasdóttir deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla og Magni Þór Óskarsson fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Starfs - og fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun 2023 - 2025

Málsnúmer 202109100Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason,sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir helstu áherslur hjá sínum deildum fyrir fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Inntökureglur í leikskóla

Málsnúmer 202110068Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri kom með tillögu að texta inn í inntökureglur Dalvíkurbyggðar í leikskóla.
Endurskoðaðar inntökureglur verða lagðar fyrir næsta fund fræðsluráðs til samþykktar.

3.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar.

4.Bólusetningar barna 5 - 11 ára í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202201017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir skipulag á bólusetningu barna 5 - 11 ára í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

5.Útboð á skólamat 2022 - 2025

Málsnúmer 202112103Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fyrir drög að útboðsgögnum fyrir skólamat til þriggja ára fyrir leik - og grunnskóla í Árskógi og Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.

6.Útboð á skólaakstri 2022 - 2025

Málsnúmer 202112102Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fyrir drög að útboðsgögnum fyrir skólaakstur til þriggja ára fyrir leik - og grunnskóla í Árskógi og Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar

7.Ósk um breytingu á skóladagatali 2021 - 2022

Málsnúmer 202112104Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson lagði fram minnisblað dags.? Þar sem hann óskar eftir breytingu á skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum breytingu á skóladagatali Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2021 - 2022. Að færa skipulagsdag sem er 2. júní og hafa hann 27. maí vegna fyrirhugaðrar námsferðar til Vestmannaeyja.

8.Forvarnarteymi grunnskólanna vegna forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 202201020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dag.04.11.2021 þar sem að allir grunnskólar á landinu þurfa að mynda forvarnarteymi gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreytni.

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla fór yfir hverjir munu sitja í teymi fyrir grunnskólanna í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs