Fræðsluráð

265. fundur 08. desember 2021 kl. 08:00 - 10:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Erla Hrönn Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti, Hjördís Jóna Bóasdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla og Magni Þór Óskarsson, fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.
Felix Felixson mætti ekki á fund og boðaði ekki forföll.

1.Inntökureglur í leikskóla

Málsnúmer 202110068Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leggur fram tillögu um breytingu á orðalagi á inntökureglum leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að skoða verkferla er varða inntöku barna í leikskóla í samráði við leikskólastjóra á milli funda.

2.Gjaldskrá fræðslu - og menningarsviðs fyrir 2022

Málsnúmer 202109071Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um breytingu á gjaldskrá milli umræðna um fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagslegt stöðumat - málaflokkur 04

Málsnúmer 201811048Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Málsnúmer 202110062Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti ráðið um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig upplýsti sviðsstjóri um stöðuna á innleiðingu í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

5.Breytt skipulag skólahalds vegna COVID - 19

Málsnúmer 202004005Vakta málsnúmer

Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, staðgengill skólastjóra, fór yfir það skipulag sem fór í gang þegar smit greindist hjá starfsfólki og nemendum í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð vill koma á framfæri hrósi og þökkum til stjórnenda skólans, heilsugæslu, nemenda, starfsmanna skólans og foreldra, hvernig til tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í Dalvíkurbyggð og fyrir gott upplýsingaflæði.

6.Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla

Málsnúmer 202112017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður fræðsluráðs, upplýstu fræðsluráð um fund sem þeir sátu á Teams, mánudaginn 29. nóvember, um ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla.
Lagt fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs