Málsnúmer 201702057Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Vinnumálastofunun dags. 31. janúar 2017 þar sem Vinnumálastofnun leitar eftir samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, sveítarfélög og félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda í vinnumarkaðsúrræði. Um er að ræða tímabundið verkefni sem geta verið hagur bæði atvinnurekanda og einstaklinga í atvinnuleit. Úrræðin skiptast í starfsþjálfun og sérstök átaksverkefni þar sem atvinnurekandi getur ráðið atvinnuleitanda með samingi til starfa í allt að sex mánuði með styrk. Alla jafna er gert ráð fyrir 100% stöðugildi í vinnumarkaðsúrræðum.