Málsnúmer 201509018Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 1. september 2015 frá Velferðarráðuneytinu. Í erindi ráðuneytisins segir að málefni flóttafólks hafi verið áberandi síðustu daga og vikur og hefur fjöldi sveitarfélaga lýst yfir í fjölmiðlum áhuga á að kanna forsendur þess að taka á móti flóttafólki. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni ríkis, viðkomandi sveitarfélags og Rauða kross Íslands. Flóttamannanefnd starfar samkvæmt viðmiðunarreglum flóttamannanefndar um mótttöku og aðstoð við hóp flóttafólks. Við val á sveitarfélögum skal taka mið af aðstæðum öllum, þar með talið félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, atvinnuástandi, menntunarmöguleikum, möguleikum á húsnæði og öðru sem eftir atvikum skiptir máli hverju sinni. Enn fremur skal flóttafólki tryggð heilbrigðisþjónusta, íslenskukennsla og samfélagsfræðsla. Velferðarráðuneytið óskar því eftir upplýsingum um áhuga sveitarfélaganna við að taka á móti flóttafólki.