Félagsmálaráð

201. fundur 06. september 2016 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Friðjón Árni Sigurvinsson boðaði forföll og boðaði varamann í sinn stað sem ekki komst. Viktor Már Jónasson boðaði forföll og boðaði ekki vara mann í sinn stað.

1.V.aksturs

Málsnúmer 201609026Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 20160926
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Frumvarpsdrög varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjonustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201609023Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um frumvarpsdrög varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga dags. 12.08.2016. Einnig var farið yfir umsagnir frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga sem og frá nokkrum sveitarfélögum víðsvegar um landið.
Frestað til næsta fundar

3.Sérstakar húsaleigubætur

Málsnúmer 201609025Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram reglur um sérstakar húsaleigubætur í Dalvíkurbyggð með tillögum að breytingum á reglunum.
Félagsmálaráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum tillögur starfsmanna á endurskoðun á reglum um sérstakar húsaleigubætur en óskar eftir áliti lögfræðings á breytingunum.

4.Landsfundur jafnréttisnefnda 2016

Málsnúmer 201609024Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Jafnréttisstofu dags. 29.08.2016 og 26.07.2016 þar sem Akureyrarbær, í samstarfi við Jafnréttisstofu, boðar til Landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga, 16. september 2016. Einnig er kynnt ráðstefna sem haldin er í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett á Íslandi, fimmtudaginn 15. september 2016.
Frestað til næsta fundar.

5.Bréf frá þjóðleikhússtjóra v. leiksýning Örninn

Málsnúmer 201609022Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Þjóðleikhússtjóra vegna leikferðar Þjóðleikhússins dags. 21. júní 2016. Þar er kynnt að í októbermánuði muni Þjóðleikhúsið leggja land undir fót og bjóða 5-6 ára börnum víðsvegar um landið að njóta barnaleiksýningar í boði leikhússins. Sýningin heitir Lofthræddi örninn hann Örvar. Sveitarfélagið þyrfti að útvega sýningarrými sem og gistingu fyrir leikara.
Félagsmálaráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum að óska eftir leiksýningunni til Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð myndi taka að sér að útvega rými fyrir sýningu og gistingu leikara, tekið af lið forvarnar 02-32-4396.

6.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201608087Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti tillögur sínar um leiðir til hagræðingar fyrir félagsmálasvið, auka skilvirkni og minnka útgjöld sem farið var yfir á fundi stjórnsýslunefndar þann 6.6.2016 sbr. fund byggðarráðs þann 26.6 2016. Einnig var lögð fram starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2016 með ósk um tillögur fyrir næsta ár.







Félagsmálaráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum tillögur félagsmálastjóra um leiðir til hagræðingar fyrir félagsmálasvið.

7.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019, 764. mál.

Málsnúmer 201606068Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 15.06.2016 til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019, 764. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201607014Vakta málsnúmer

Lögð var fram skýrsla um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga fyrir árið 2015 frá Velferðarráðuneytinu dags. 6/7 2016.
Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsaðstoð árið 2016

Málsnúmer 201605064Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201605064
Bókað í trúnaðarmálabók

10.Styrkur vegna tómstunda

Málsnúmer 201605087Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201605087
Bókað í trúnaðarmálabók

11.Meðferðarheimili- Félagsmálaráð

Málsnúmer 201609028Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201609028

12.Kynning kæra til kærunefndar - félagsmálaráð

Málsnúmer 201609027Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201609027

13.Upplýsingar um stöðu mála

Málsnúmer 201609029Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 20160929
Bókað í trúnaðarmálabók

14.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201609010Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201609010
Bókað í trúnaðarmálabók

15.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201609009Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201609009
Bókað í trúnaðarmálabók

16.Fjárhagsaðstoð - trúnaðarmál

Málsnúmer 201608077Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201608077
Bókað í trúnaðarmálabók

17.Fjárhagsaðstoð -tannlækningar

Málsnúmer 201512113Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201512113
Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi