Málsnúmer 201605157Vakta málsnúmer
Lagt var fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 2. júní 2016 með leiðbeiningar vegna orlofsmála fatlaðs fólks. Í bréfinu kemur fram að Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs til að fara yfir orlofsmál fatlaðs fólks. Verkefni hópsins er að kanna möguleika á að setja umgjörð eða sérstakar reglur um þá þjónustu sem veitt er fötluðu fólki í dag. Á grundvelli þessarar vinnu hefur ráðherra samþykkt leiðbeiningar vegna sumardvala fyrir fatlað fólk og er óskað eftir því að þjónustuveitendur taki mið af þeim vegna sumarorlofsmála fatlaðs fólks.