Félagsmálaráð

277. fundur 09. apríl 2024 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Bréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun - vinnsla og flr.

Málsnúmer 202403102Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál mál nr. 202403102

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Krafa um endumat á þjónustuþörf og hækkun á samningi.

Málsnúmer 202312071Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr 202312071

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202404053Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202404053


Bókað í trúnaðarmálabók

4.Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur sem vísað er til fagráða sveitarfélagsins úr Byggðaráði, 1.094 fundi sem haldinn var 26.01.2024. Í byggðaráði var tekinn fyrir rafpóstur frá verkefnastjóra SSNE, dagsettur þann 5. janúar þar sem fram koma fyrstu drög að innviðagreiningu sem sveitarstjóri óskaði eftir.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð bendir á að fara þarf yfir orðalag s.s. bæjarstjóri, Haugasandur o.s.frv í innviðagreiningu frá SSNE.

5.Stöðugildi tengiráðgjafa - Gott að eldast

Málsnúmer 202401050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafpóstur frá 5. janúar 2024 frá Berglindi Magnúsdóttur sérfræðingi hjá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og verkefnastjóri verkefnisins "Gott að eldast". Fram kemur að í tenglsum við þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu, sem Dalvíkurbyggð tekur þátt í, hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra ákveðið að gera samning við sveitarfélög um stöðugildi til eins árs. Stöðugildið hefur fengið nafnið Tengiráðgjafi. Helstu verkefnin eru aðgerðir til að koma í veg fyrir og draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun viðkvæmra hópa.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202404012Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 01.03.2024 frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. GEV sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. GEV hefur stofnað til frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga. Óskað var eftir að sveitarfélagið svaraði spurningarlista og senda með allar reglur um stoð- og stuðningsþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202404052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun dags. 25.03.2024 þar sem tilkynnt er að GEV sinni eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Ákveðið hefur verið að stofna til frumkvæðisathugunar á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk á grundvelli frumkvæðisskyldu sveitarfélaga. Þessi athugun nær til allra sveitarfélaga landsins og mun gagnaöflun fela í sér yfirferð á upplýsingum á vefsíðum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin munu að lokinni athugun fá sendar niðurstöður athugunarinnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Könnun á umfangi nauðungar í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 202404004Vakta málsnúmer

Tekinn fyir rafpóstur dags. 19.03.2024 frá einstaklingum er vinna fyrir sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, nemendur í HR og Landsamtökin Þroskahjálp. Verið er að vinna að könnun á umfangi nauðungar í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar 143. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202403119Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 25.03.2024 frá Velferðarnefnd Alþingis. Sent er til umsagnar mál 143. um málefni aldraðra (réttur til sambúðar)
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar 78. mál frá nefnda- og greiningasviði Alþingis

Málsnúmer 202404015Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 07.02.2024 frá nefndar- og greiningarsviði Alþingins. Sent til umsagnar frumvarp til laga um barnalög og tæknifrjóvegun og notkun kynfruma og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna (einföldun regluverks), 78. mál
Lagt fram til kynningar.

11.Til umsagnar 112. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202402072Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags 13.02.2024 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Sent til umsagnar 112.mál um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (greiðsla meðlaga)
Lagt fram til kynningar.

12.Til umsagnar 115. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202402085Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 16.02.2024 frá Velferðarnefnd Alþingis. Sent til umsagnar 115.mál, Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi