Málsnúmer 202310039Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur dags. 10.10.2023 frá Umboðsmanni barna. Barnaþing Hörpu verður haldið dagana 16.-17. nóvember 2023 í Hörpu Reykjavík. Barnaþing umboðsmanns barna verður haldið í þriðja sinn í nóvember. Sú breyting hefur orðið á dagskrá frá síðustu árum er að í stað hátíðardagskrar í Hörpu gefst barnaþingmönnum kostur á að heimsækja Alþingi 16. nóvember. Þann 17. nóvember verður haldinn fundur með þjóðfundarstíl þar sem saman koma fullorðnir og börn, ræða málefni sem brenna á börnum. Alls fengu 350 börn alls staðar af landinu boð um að koma á barnaþingið og voru þau valin með slembivali frá Þjóðskrá. Óskað er aðstoðar frá heimasveitarfélagi barnaþingmanna um aðstoð við að tryggja að börnin fái þann stuðning sem þau þurfa til að sækja þingið.