Félagsmálaráð

273. fundur 10. október 2023 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Júlíus Magnússon boðar forföll í hans stað kom varamaður hans Silja Pálsdóttir

1.Til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Aflinu, samtök gegn kynferðis- og/eða heimilisofbeldi dagsett 27.september 2023 þar sem Aflið óskar eftir styrkveitingu frá sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Aflið um 100.000,- krónur, tekið af lið 02-80-9145.

2.Reglur - endurnýjun 2023

Málsnúmer 202310018Vakta málsnúmer

Teknar fyrir tillögur af uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð og NPA samninga í Dalvíkurbyggð miðað við nýjar leiðbeinandi reglur og breytingar á þeim reglugerðum sem fyrir voru.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum reglur um fjárhagsaðstoð og NPA samninga. Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

3.Okkar heimur á norður og austurlandi

Málsnúmer 202310024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur dags 5.október 2023 frá Elínu Karlsdóttur sálfræðingi og Elísabet Ýrr Steinarsdóttur, fjölskyldufræðingi fyrir hönd Okkar heims á norður og austurlandi. Erindi rafpóstsins er að vekja athygli á að mynda stýrihóp fyrir fyrirhugaða fjölskyldusmiðjur á Akureyri fyrir foreldra með geðrænan vanda og börn þeirra. Þær Elín og Elísabet Ýrr munu halda utan um verkefni og vonast til að sem flestir geti lagt þeim lið varðandi þetta mikilvæga verkefni.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að taka þátt í verkefninu og tilnefnir Þórhöllu Karlsdóttur í stýrihóp Okkar heims á norður- og austurlandi.

4.Þjónusta við útlendinga sem vísað hefur verið í búsetuurræðum RLS

Málsnúmer 202310025Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dagsett 2.október 2023 frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um að upplýsa að þjónusta við útlendinga sem vísar hefur verið úr búsetuúrræðum RLS og fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi, ásamt niðurfellingu á réttindunum skv 33.gr. laga um útlendinga leitar til sveitarfélagsins. Unnt er að hafa samband við ríkislögreglustjóra til að fá frekari upplýsingar um viðkomandi sem óskar eftir aðstoð.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endalega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr.laga um útlendinga.

Málsnúmer 202310026Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dagsettur þann 27.september frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu með tilmæli til félagsþjónustu sveitarfélaga varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endalega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr.laga um útlendinga.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202305058Vakta málsnúmer

Lögð var fram gjaldskrá félagsmálasviðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2024.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að hækka gjaldskrá um 4.9% nema framfærslukvarða og heimilisþjónustu um 7%.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi