Félagsmálaráð

267. fundur 28. mars 2023 kl. 16:00 - 18:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakrar jafnréttisnefndar en sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur falið félagsmálaráði að fara með jafnréttismál. Kynnt hafa verið tvenn ný lög frá Alþingi er lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr, 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2050. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu jafnréttisstofu segir að jafnréttisáætlun sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og ryðja úr vegi hindrunum sem geta verið á vegi bæði kvenna og karla. Gera skal jafnréttisáætlun sem og aðgerðaráætlun.
Félagsmálaráð fór yfir drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu sveitarfélagsins. Tekið fyrir á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi