Félagsmálaráð

258. fundur 10. maí 2022 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Haukur Gunnarsson
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá
Eva Björg Guðmundsdóttir boðaði forföll og Haukur Arnar Gunnarsson varamaður kom í hennar stað.

1.Vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

Málsnúmer 202205068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2022 frá mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga um stuðning vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu. Ráðuneytið hefur ákveðið að veita tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þáttöku barnanna. Stuðningnum er ætlað að styðja við náms- og félagsleg úrræði sveitarfélaga fram að skólabyrjun haustið 2022. Nánari upplýsingar verða sendar sveitarfélögunum á næstum vikum.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að sækja um styrki til að styðja við þau börn sem hingað eru komin.

2.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 28.03.2022 frá Óskari Helga Þorleifssyni um verkefnið Römpum upp Ísland. Markmiðið með Römpum upp Ísland er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi aðgengi að þeirri þjónustu sem þar stendur til boða. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki 4 ár. Erindi þetta var einnig tekið fyrir í Byggðaráði fundi 1.023 þar sem byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og framkvæmdastjórnar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að senda bréf til fyrirtækja í sveitarfélaginu til að kynna þetta frábæra verkefni og hvetja til þátttöku.

3.Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna Covid-19

Málsnúmer 202205055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 02.05.2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðherra sem hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Gert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag geti sótt um 1.200 kr. fyrir hvern íbúa í sveitarfélaginu sem er 67 ára og eldri. Umsóknarfrestur er til 17. maí 2022
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að sækja um styrk í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sveitarfélagsins.

4.Brotthvarf úr framhaldsskólum

Málsnúmer 202205070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2022 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Velferðarvaktin hefur fjallað um rannsóknarskýrsluna Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum, sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið komu að og Velferðarvaktin gaf út í janúar sl. Tillögur um úrbætur komu frá Velferðarvaktinni og sendir sambandið fyrrgreinda skýrslu til sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.

5.Orlof húsmæðra

Málsnúmer 202205069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2022 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst 127.96 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972
Lagt fram til kynningar.

6.Ósk um upplýsingar frá sveitarfélögum, vegna fyrirspurnar frá Alþingi til félags- og vinnumarkaðsráðherra

Málsnúmer 202204067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 13.04.2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem hafði borist fyrirspurn frá Alþingi í tengslum við lög um orlof húsmæðra, nr. 53/1972. Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum sem komið geta að gagni í svari ráðherra við fyrrnefndri fyrirspurn. Í því sambandi er meðal annars vísað til 11. gr. laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, þar sem kveðið er á um að orlofsnefndum sé skylt að senda ráðuneytinu árlega skýrslu um starfsemi sína.
Lagt fram til kynningar.

7.Konur gára vatnið - ráðstefna

Málsnúmer 202205072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2022 frá Jafnréttisstofu. Boðið er til ráðstefnu; Konur gára vatnið, ráðstefna um kynjajafnrétti í stjórnun. Ráðstefnan er haldin í Hofi, miðvikudaginn 11. maí 2022
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur) 530. mál

Málsnúmer 202205056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 02.05.2022 frá Velferðarnefnd Alþingis. Sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.
Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viskiptafyrirtækis), 482. mál

Málsnúmer 202205071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2022 frá Velferðarnefnd Alþingis. Sent er til umsagnar frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Haukur Gunnarsson
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi