Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer
Tekin voru fyrir drög að samningi við Dalbæ, heimili aldraðra um dagþjónustu fyrir tímabilið 2020-2023. Málið hefur áður verið tekið fyrir á fundum félagsmálráðs 242. fundi sem og í sveitarstjórn 327. fundi. Stjórn Dalbæjar samþykkti fyrir sitt leiti samninginn en óska eftir hækkun á greiðslum sveitarfélagsins þar sem laun starfsmanns í dagþjónustu eru hærri en framlag sveitarfélagsins, vinnuframlag starfsmanna fer að mestu leyti í þjónustu við fólk utan úr bæ auk þess sem fjölgun á opnunarvikum kallar á breytt fyrirkomulag.