Félagsmálaráð

243. fundur 29. september 2020 kl. 10:00 - 12:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Eva Björg Guðmundsdóttir kom á fund kl. 10:30

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202010002Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202010002

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202008054Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202008054

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Fjárhagsáætlun 2021; endurskoðun á samningi frá 2014

Málsnúmer 202009049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði dags. 11.09.2020. Í bókun Byggðarráðs kemur fam að "Tekin hafi verið fyrir fundargerð Öldungarráðs frá 25. júní 2020 en í fundargerð komi fram ósk frá Félagi eldri borgara um að endurskoða samning frá 2014 í tengslum við fjárhagsáætlun 2021". Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021
Félagsmálaráð leggur til hækkun á nýjum samningi við félag eldri borgara. Lagt er til að styrkurinn verði uppreiknaður samkvæmt vísitölu frá samningi 2014. Gert hefur verið ráð fyrir slíkri hækkun í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

4.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Eva Björg Guðmundsdóttir kom á fund undir þessum lið kl 10:30

Lagðar voru fyrir ráðið tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2021.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum framkomnar tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2021.

5.Endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar til sveitarfélaga vegna erlendra ríkisborgara

Málsnúmer 202009133Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 25.09.2020 frá Gæða- og eftirlitsnefnd félagsþjónustu og barnaverndar þar sem minnt er á að samkv. 15. gr. félagsþjónustulaga endurgreiðir ríkið veitta fjárhagsaðstoð sveitarfélaga við erlenda ríkisborgara sem ekki eiga lögheimili á landinu og þegar styttri en tvö ár eru frá lögheimilisskráningu erlends ríkisborgara hér á landi.
Lagt fram til kynningar.

6.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir drög að samningi við Dalbæ, heimili aldraðra um dagþjónustu fyrir tímabilið 2020-2023. Málið hefur áður verið tekið fyrir á fundum félagsmálráðs 242. fundi sem og í sveitarstjórn 327. fundi. Stjórn Dalbæjar samþykkti fyrir sitt leiti samninginn en óska eftir hækkun á greiðslum sveitarfélagsins þar sem laun starfsmanns í dagþjónustu eru hærri en framlag sveitarfélagsins, vinnuframlag starfsmanna fer að mestu leyti í þjónustu við fólk utan úr bæ auk þess sem fjölgun á opnunarvikum kallar á breytt fyrirkomulag.
Félagsmálaráð leggur til að samningur um dagþjónustu verði hækkaður samkvæmt óskum stjórnar Dalbæjar. Gert hefur verið ráð fyrir hækkun í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

7.Öryggisgæsla-öryggisvist

Málsnúmer 202009132Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 23.09.2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar kemur fram að í félagsmálaráðuneytinu er að störfum hópur sem vinnur að því að setja skýra stefnu og verklag um framkæmd öryggisúrræða fyrir sérstaka tilgreinda hópa til að tryggja að þeir einstaklingar sem eru í brýnni þörf fyrir öryggisúrræði fái úrlausn í samræmi við þjónustuþörf eins fljótt og verða má. Einnig er verið að vinna að breytingu laga og setja sérstök lög um öryggisgæslu. Óskað var upplýsinga um fjölda einstaklinga á okkar svæði sem þar flokkast undir. Félagsmálastjóri hefur þegar svarað erindinu.
Lagt fram til kynningar.

8.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafbréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 25.09 2020 vegna umsókna um íþrótta- og tómstundastyrki. Einnig tekið fyrir rafbréf dags. 18.09 2020 um fyrirmyndir að reglum um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi