Málsnúmer 202007030Vakta málsnúmer
Tekið fyrir rafrænt erindi dags. 23. júní 2020 frá NPA miðstöðinni varðandi kröfugerð og bréf til sveitarfélaga vegna kjaraviðræðna við Eflingu stéttarfélag. Í meðfylgjandi bréfi óskar NPA miðstöðin eftir því að eiga í samstarfi við þau sveitarfélög sem sjá um umsýslu NPA samninga. NPA miðstöðin hefur sent bréf til allra þeirra sem sjá um umsýslu með upplýsingum um kröfugerð og að NPA miðstöðin hefur hafið viðræður við Eflingu stéttarfélag um nýjan sérkjarasamning fyrir NPA aðstoðarfólk. NPA miðstöðin óskar eftir aðkomu og liðsinni sveitarfélaga í viðræðunum. Óskað er eftir að sveitarfélögin bregðist við bréfinu fyrir 20.júlí nk.