Félagsmálaráð

241. fundur 11. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202008007Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202008007

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202008008Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202008008

Bókað í trúnaðarmálabók

3.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum - praktískar útfærslur

Málsnúmer 202007017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafrænt erindi dags. 15. júní 2020 frá félagsmálaráðuneytinu vegna fundar með félagsmálastjórum varðandi íþrótta- og tómstundastyrkja til barna á lágtekjuheimilin til að tryggja jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs sumarið 2020. Í erindinu kemur fram að styrknum er beint til tekjulágra foreldra eða með lægri tekjur en ella vegna atvinnumissis eða hlutaatvinnuleysisbóta en nýtist jafnframt börnum á heimilum einstæðra foreldra og börnum öryrkja. Skilyrði eru fyrir styrknum og þarf að sækja um hann inná www.island.is þar sem foreldrar eru með lægri tekjur en 740 þúsund á mánuði.
Lagt fram til kynningar.

4.Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda á Landsspítala

Málsnúmer 202007018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafrænt erindi dags. 15. júní 2020 frá meðferðasviði Landsspítalans þar sem verið er að kynna fyrir fagfólki afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda sem tók til starfa 2.júní sl. Deildin er sérhæfð fíknigeðdeild í húsi geðþjónustu Landsspítalans á Hringbraut, 33D.
Lagt fram til kynningar.

5.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga og 20 ára afmælisráðstefna

Málsnúmer 202007020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boðun á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga og 20 ára afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu sem haldin verður í Hofi á Akureyri dagana 15. og 16. september nk. í samstarfi við Akureyrarbæ, Jafnréttisstofu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Dagskrár beggja viðburða og nánari upplýsingar verða sendar út í ágúst.
Lagt fram til kynningar.

6.Drög að frumvarpi til laga um samþættingu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 202007026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög að umsögn sambandsins vegna laga um samþættingu í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

7.Samþættingarfrumvarp - frumdrög að umsögn

Málsnúmer 202007019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumdrög að umsögn um samþættingarfrumvarp í þágu farsældar barna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

8.Kjaraviðræður við Eflingu/SGS vegna NPA aðstoðarfólks

Málsnúmer 202007030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafrænt erindi dags. 23. júní 2020 frá NPA miðstöðinni varðandi kröfugerð og bréf til sveitarfélaga vegna kjaraviðræðna við Eflingu stéttarfélag. Í meðfylgjandi bréfi óskar NPA miðstöðin eftir því að eiga í samstarfi við þau sveitarfélög sem sjá um umsýslu NPA samninga. NPA miðstöðin hefur sent bréf til allra þeirra sem sjá um umsýslu með upplýsingum um kröfugerð og að NPA miðstöðin hefur hafið viðræður við Eflingu stéttarfélag um nýjan sérkjarasamning fyrir NPA aðstoðarfólk. NPA miðstöðin óskar eftir aðkomu og liðsinni sveitarfélaga í viðræðunum. Óskað er eftir að sveitarfélögin bregðist við bréfinu fyrir 20.júlí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi