Byggðaráð

831. fundur 24. ágúst 2017 kl. 13:00 - 15:47 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll sem og varamaður hans Valdís Guðbrandsdóttir.

1.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra TÁT; Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi umsókn um að stunda tónlistarnám í öðru sveitarfélagi

Málsnúmer 201708029Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, kl. 13:00.


Á 806. fundi byggðaráðs þann 21. desember 2016 var eftirfarandi bókað í tengslum við erindi frá Akureyrarbæ hvað varðar umsókn um nám í tónlistarskóla utan lögheimilis:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga marki sameiginlega stefnu til framtíðar í þessu málum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

Til umræðu ofangreint.

Magnús vék af fundi kl.13:13.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög en málið er á dagskrá skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga 28. ágúst n.k.
Byggðaráð bíður umsagnar skólanefndar og frestar afgreiðslu til næsta fundar byggðaráðs.

2.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar; endurskoðun

Málsnúmer 201606115Vakta málsnúmer

Á 826. fundi byggðaráðs þann 6. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 293. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní 2017 var eftirfarandi bókað: "Á 223. fundi byggðaráðs Dalvíkurbygðar þann 1. júní 2017 voru samþykktar samhljóða með þremur atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til máls tóku: Bjarni Th. Bjarnason. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu. " Enginn tók til máls.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til staðfestingar ráðuneytis."

Samkvæmt svari Dómsmálaráðuneytis þann 16. ágúst s.l. þá kemur fram að ráðuneytið sendi þann 17. júlí 2017 lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar til umsagnar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Ráðuneytinu barst umsögn lögregluembættisins þann 14. ágúst s.l. Þess er óskað að Dalvíkurbyggð veiti umsögn sína og afstöðu til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Á fundi framkvæmdastjórnar þann 21. ágúst s.l. var farið yfir ofangreinda umsögn og í meðfylgjandi lögreglusamþykkt er búið að taka tillit til þeirra ábendinga sem þar komu fram.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar breytingar á lögreglusamþykktinni og vísar henni til ráðuneytisins til staðfestingar.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila

Málsnúmer 201612123Vakta málsnúmer

Á 807. fundi byggðaráðs þann 12. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu samkomulag um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, sbr. rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29. desember 2016. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu þá þarf eftirfarandi að liggja fyrir áður en skrifað er undir samning vegna Dalbæjar: 1. Yfirlýsing sveitarstjóra um upplýsingar um stöðu lífeyrisskuldbindinga og fullnaðaruppgjör. 2. Heimild sveitarstjórnar til samningsgerðar. Dalbær er sjálfseignarstofnun en þar sem Dalbær er enn skráð sem stofnun sveitarfélags í fyrirtækjaskrá þá þarf líklega aðild Dalvíkurbyggðar hvað varðar samningagerðina. Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að stjórn Dalbæjar fjallaði um málið á fundi sínum þann 10. janúar s.l. og var ákveðið að fela forstöðumanni Dalbæjar og formanni stjórnar Dalbæjar að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingar. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sveitarstjóra undirritun yfirlýsingar sem og heimild til samningagerðar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind heimild sveitarstjóra til undirritunar yfirlýsingar og heimild til samningagerðar veitir ekki heimild til greiðslu á 3% lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar eins og kveðið er á um í Samkomulagi um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deild lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem það er Dalbæjar að standa skil á því."

Á 22. fundi stjórnar Dalbæjar þann 16. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
"5.
Samningar við fjármálaráðuneyti um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga.
Á fundi stjórnar Dalbæjar þann 10. janúar s.l. var farið yfir upplýsingar um svör fjármálaráðuneytis varðandi lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar gagnvart LSR og LH. Formanni stjórnar og forstöðumanni var falið að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingarnar.
Með samkomulagi milli fjármálaráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga, sem dagsett er 28. október 2016 er samið um að ríkið yfirtaki 97% af lífeyrisskuldbindingum frá og með 1. janúar 2016.
Með rafpósti þann 12. janúar 2017 sendi sveitarstjóri fjármálaráðuneytinu samþykktir Dalbæjar og yfirlýsingu þess efnis að Dalbær væri sjálfseignastofnun, en jafnframt var óskað eftir að Dalbær yrði með í þeirri samningalotu, sem fram undan væri varðandi lífeyrisskuldbindingar óháð því hvort heimilið væri skilgreint sem sjálfseignastofnun eða sveitarfélagstofnun. Í svari fjármálaráðuneytis frá 17. febrúar s.l. kemur fram að ekki verði unnt að vinna að samningum við Dalbæ fyrr en að afloknum samningum við hjúkrunarheimili sem rekin eru af sveitarfélögum, en jafnframt staðfest að gildistími yfirtöku verði miðaður við áramót 2015/16.
Í rafbréfi fjármálaráðuneytis dags. 16. mars 2017 er upplýst að ágreiningur sé milli fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðuneytisins um túlkun samkomulags frá október 2016 og því ekki komið að samningagerð við Dalbæ. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 21. ágúst 2017, þar sem lýst er útfærslu á uppgjöri lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila á grundvelli samkomulags ríkis og og sambandsins frá 28. október 2016, um yfirtöku ríkisins á meginhluta lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila sem sveitarfélög bera ábyrgð á. Málið hefur verið mjög flókið í útfærslu sem skýrir þá töf sem orðið hefur á framkvæmd þess. Fram kemur að það sé mjög mikilvægt að viðkomandi sveitarfélög bregðist við á þann hátt sem lýst er í erindinu og virði þá dagsetningu sem miðað er við; hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóði og óska eftir nýjum útreikningum á lífeyrisskuldbindingum sem taka mið af stöðu þeirra 31. maí 2017 og að sveitarfélögin tilkynni til fjármála- og efnahagsráðuneytis að þau hyggist ganga frá samkomulaginu fyrir 30. september n.k. og veiti framkvæmdastjóra formlegt umboð til að skrifa undir samkomulagið.


Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir að nýju í byggðaráði fyrir tilskilinn tíma.

4.Kauptilboð í Lokastíg 1, íbúð 102

Málsnúmer 201708051Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs gerði grein fyrir kauptilboði sem barst í eignina við Lokastíg 1, íbúð 102.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Grundargata 15, sandfok

Málsnúmer 201708052Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:33.

Tekið fyrir erindi frá Ara Jóni Kjartanssyni og Elínu Ásu Hreiðarsdóttur, dagsett þann 21.08.2017, er varðar sandfok við Grundargötu 15 og óskað er eftir að mokað verði sandi úr fjörunni, sbr. sem var gert fyrir nokkrum árum síðan.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggur til að farin verði þessi leið og óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 300.000 vegna ofangreinds.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fara í ofangreint verkefni og felur honum að finna svigrúm innan gildandi fjárhagsáætlunar 2017.

6.Frá umhverfis- og tæknisviði; Drög að samningi við ISS vegna ræstinga

Málsnúmer 201611144Vakta málsnúmer

Á 826. fundi byggðaráðs þann 6. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Þann 24. júní s.l. voru opnuð tilboð í verið "Ræsting stofnana Dalvíkurbyggðar 2017". Tvö tilboð bárust frá eftirtöldum: Þrif og ræstivörur ehf.; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 59.996.755 í reglulega ræstingu. Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 5.950. ISS Ísland ehf; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 41.888.259 í reglulega ræstingu. Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 7.025. Til umræðu ofangreint. Börkur vék af fundi kl. 14:51.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er ISS Íslands ehf."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að verksamningi á milli Dalvíkurbyggðar og ISS.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög með þeirri breytingu að samningstíminn í heild sinni geti að hámarki orðið 6 ár.

7.Frá Eyþingi; Áherslur í samgöngumálum

Málsnúmer 201708045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl.14:03, og sat hann þennan lið ásamt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 15. ágúst 2017, þar sem fram kemur að hafin er vinna við næstu fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021 og samtímis vinnu við fjögurra ára verkefnaáætlun er stefna í samgöngumálum til 12 ára, 2018-2029 til endurskoðunar. Stjórn Eyþings hefur falið framkvæmdastjóra að taka saman áherslur svæðisins í samgöngumálum og leggja fyrir stjórn og óskað er eftir svari 16. ágúst s.l.


Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað og staðfesti byggðaráð afgreiðslu ráðsins á fundi sínum þann 9. ágúst s.l.

"Með rafpósti frá Vegagerð ríkisins, sem dagsettur er 16. júní 2017 fylgja umsóknareyðublöð vegna gerðar samgönguáætlunar fyrir árin 2018 - 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri unnu að gerð umsókna um verkefni sem skilað var inn 15. júlí 2017. Sem fundargagn er umsóknin frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Umsóknin byggist að mestu leyti á núverandi framkvæmd við Austurgarð og svo þeirri úttekt á viðhaldsþörf hafnarmannvirkja Hafnasjóðs sem unnin var fyrir hann á árinu 2015.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða innsent erindi vegna samgönguáætlunar 2018 - 2021."

Til umræðu ofangreint.


Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:16.
Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

8.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2018

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti meðfylgjandi drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2018.

b) Drög að fjárhagsramma 2018

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kynnti drög að fjárhagsrömmu fyrir árið 2018.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með forsendur með fjárhagsáætlun 2018 með þeirri breytingu að jólagjöf til starfsmanna hækki úr kr. 10.000 í kr. 12.000 árið 2018.
b) Lagt fram til kynningar og verður aftur til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.

9.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat janúar - júní 2017; skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201707032Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - júní 2017, þ.e. samanburður bókhalds við gildandi fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Þjóðskrá Íslands; Tilkynning um fasteignamat 2018

Málsnúmer 201707026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskrá Íslands, dagsett þann 12. júlí 2017, þar er varðar fasteignamat 2018.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 35 og aðalfundur.

Málsnúmer 201706024Vakta málsnúmer

a) Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 35
b) Teki fyrir rafbréf dagsett þann 18. ágúst 2017 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september 2017 á Siglufirði. Á fundinum verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.

Sjávarútvegsfundur hefst eftir hádegi 7. september á Siglufirði. Þar verður t.d. fjallað um skiptingu veiðigjalda til sveitarfélaga, byggðarkvóta og áhættumat Hafrannsóknarstofnunnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja aðalfundinn og sjávarútvegsfundinn.

12.Frá Eyþingi; fundur stjórnar nr. 297

Málsnúmer 201701030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 297.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:47.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs