Byggðaráð

832. fundur 31. ágúst 2017 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusvðis
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsstaða Skíðafélags Dalvíkur

Málsnúmer 201706026Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og mættir frá íþrótta- og æskulýðsráði Kristinn Ingi Valsson, formaður, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, varamaður.

Frá Skíðafélagi Dalvíkur mættu Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Elísa Rán Ingvarsdóttir og Óskar Óskarsson.

Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax. Til umræða ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2017 til að koma rekstri skíðasvæðsins af stað í vetur.

2.Ósk frá Golfklúbbnum Hamar og Skíðafélagi Dalvíkur um að koma á fund byggðaráðs vegna framkvæmdastjóra

Málsnúmer 201611142Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:40 frá Golfklúbbnum Hamar Marsibil Sigurðardóttir, Bjarni Jóhann Valdimarsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson.

Tekið fyrir sameiginlegt erindi frá Golfklúbbnum Hamar og Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 28. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir fundi með byggðaráði vegna framkvæmdastjóra.

Á 84. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. desember 2016 var eftirfarandi bókað:
"Fulltrúar Skíðafélags Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmdastjóra. Hann hefur sagt upp störfum og óskað eftir því að hætta um áramót. Stjórnir félaganna munu funda um stöðuna og gera svo grein fyrir þeim fundi."

Til umræðu ofangreint.

Fulltrúar Skíðafélags Dalvíkur viku af fundi kl. 14:18.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Frá Golfklúbbnum Hamar; Framtíð golfíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201708084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 2. júlí 2017, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir fundi með byggðaráði um framtíð golfíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.

Fulltrúar Golfklúbbsins Hamars viku af fundi kl. 14:51.

Hlynur, Gísli Rúnar, Kristinn Ingi og Jóna Guðrún viku af fundi kl. 14:51.

Golfklúbburinn Hamar mun senda inn formlegt erindi í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2018.

4.Frá Eyþingi; Áherslur í samgöngumálum

Málsnúmer 201708045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 15:00.

Á 831.fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl.14:03, og sat hann þennan lið ásamt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 15. ágúst 2017, þar sem fram kemur að hafin er vinna við næstu fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021 og samtímis vinnu við fjögurra ára verkefnaáætlun er stefna í samgöngumálum til 12 ára, 2018-2029 til endurskoðunar. Stjórn Eyþings hefur falið framkvæmdastjóra að taka saman áherslur svæðisins í samgöngumálum og leggja fyrir stjórn og óskað er eftir svari 16. ágúst s.l. Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað og staðfesti byggðaráð afgreiðslu ráðsins á fundi sínum þann 9. ágúst s.l. "Með rafpósti frá Vegagerð ríkisins, sem dagsettur er 16. júní 2017 fylgja umsóknareyðublöð vegna gerðar samgönguáætlunar fyrir árin 2018 - 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri unnu að gerð umsókna um verkefni sem skilað var inn 15. júlí 2017. Sem fundargagn er umsóknin frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Umsóknin byggist að mestu leyti á núverandi framkvæmd við Austurgarð og svo þeirri úttekt á viðhaldsþörf hafnarmannvirkja Hafnasjóðs sem unnin var fyrir hann á árinu 2015. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða innsent erindi vegna samgönguáætlunar 2018 - 2021." Til umræðu ofangreint. Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:16.

Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar hugmyndir um áherslur Dalvíkurbyggðar í samgöngumálum.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda samantekt og felur sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að senda erindið inn.

5.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021; tillaga að fjárhagsramma.

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:

"a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2018 Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti meðfylgjandi drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2018.
b) Drög að fjárhagsramma 2018 Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kynnti drög að fjárhagsrömmu fyrir árið 2018. Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með forsendur með fjárhagsáætlun 2018 með þeirri breytingu að jólagjöf til starfsmanna hækki úr kr. 10.000 í kr. 12.000 árið 2018. b) Lagt fram til kynningar og verður aftur til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs."

Með fundarboð byggðaráðs fylgdu tillaga að fjárhagsramma 2018, drög #2. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar voru á milli funda.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlunar 2018 eins og hann liggur fyrir.

6.Kauptilboð í Lokastíg 1, íbúð 102

Málsnúmer 201708051Vakta málsnúmer

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs gerði grein fyrir kauptilboði sem barst í eignina við Lokastíg 1, íbúð 102.
Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir undirritað gagntilboð, dagsett þann 25. ágúst 2017, með fyrirvara um samþykki byggðaráðs, að upphæð kr. 11.300.000 vegna sölu á fasteigninni við Lokastíg 1, íbúð 102, fastanúmer 215-5063.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð að upphæð kr. 11.300.000 og söluna á eigninni.

7.Frá Jafnréttisstofu; Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál

Málsnúmer 201708062Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu, dagsettur þann 23. ágúst 2017, þar sem fram kemur að boðað er til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál föstudaginn 15. september n.k. kl. 10:000 í Stykkishólmi.

Vísað til félagsmálaráðs.

8.Tónlistarskólinn á Tröllaskaga, launaviðauki 2017 vegna kjarasamninga

Málsnúmer 201708071Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna launahækkana samkvæmt nýjum kjarasamningi við tónlistarkennara og vegna leiðréttingar á launaáætlun, deild 04540, Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.

Heildarbreytingin er kr. 17.929.483. Gert var ráð fyrir launaskriði að upphæð kr. 12.414.168. Út af stendur kr. 5.513.315. Samhliða verður breyting á fjárhæð vegna endurgreiðslu Fjallabyggðar á launakostnaði samkvæmt skiptihlutfalli í samningi á milli sveitarfélaganna, hækkun um kr. 2.715.423. Eftir stendur þá hluti Dalvíkurbyggðar kr. 2.797.892.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 16/2017, kr. 2.797.892 mætt með lækkun á handbæru fé.

9.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga; Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi umsókn um að stunda tónlistarnám í öðru sveitarfélagi

Málsnúmer 201708029Vakta málsnúmer

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, kl. 13:00. Á 806. fundi byggðaráðs þann 21. desember 2016 var eftirfarandi bókað í tengslum við erindi frá Akureyrarbæ hvað varðar umsókn um nám í tónlistarskóla utan lögheimilis: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga marki sameiginlega stefnu til framtíðar í þessu málum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. Til umræðu ofangreint. Magnús vék af fundi kl.13:13.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög en málið er á dagskrá skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga 28. ágúst n.k. Byggðaráð bíður umsagnar skólanefndar og frestar afgreiðslu til næsta fundar byggðaráðs."

Á 4. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, þann 28. ágúst 2017, var eftirfarandi bókað;
"Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi umsóknir um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir.

10.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4, frá 28.08.2017

Málsnúmer 1708007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
4. liður er sér liður á dagskrá.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson kynnti gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir skólaárið 2017 - 2018 og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á henni. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4 Um er að ræða þrjár breytingar á núgildandi verðskrá. Það sem um ræðir er hækkun á hljóðfæraleigugjaldi úr kr. 8.597 í kr. 10.000, Kórgjald verði fellt niður og að systkinaafsláttur verði þannig að fyrsta barn greiðir fullt gjald, annað barn 80%, þriðja barn 60% og fjórða barn 40%.

    Skólanefnd TÁT vísar tillögu að nýrri gjaldskrá til samþykkis í bæjarráði Fjallabyggðar og byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skólanefndar TÁT.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT fer yfir starfsmannamál fyrir skólaárið 2017 - 2018. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4 Stöðuhlutfall kennara við skólann helst óbreytt fyrir komandi skólaár. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Stöðuskýrsla á rekstri TÁT fyrir tímabilið janúar 2017 til og með júlí 2017. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi umsóknir um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags lagðar fram til kynningar. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarsstjóri fræðslu-, frístunda-og menningarmála kynnti fyrirkomulag á starfsemi frístundar og TÁT í Fjallabyggð skólaárið 2017 - 2018.

    Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson kynnti stöðuna á flutningi TÁT úr gamla skólanum yfir í Víkurröst. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4 Flutningi TÁT er lokið úr Gamla Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst.Skólanefnd fagnar nýrri aðstöðu TÁT. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusvðis