Byggðaráð

669. fundur 01. ágúst 2013 kl. 08:15 - 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarhátíðarmerki - Fiskidagurinn mikli

Málsnúmer 201307057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf, dags. 18.07.2013, frá Lindu Ólafsdóttur sem myndskreytti og hannaði frímerkjaseríu fyrir Póstinn sem kallast Bæjarhátíðarfrímerki. Fiskidagurinn mikli er ein þeirra fimm hátíða sem valdar voru til að prýða þessi frímerki. Nú hefur Linda hug á að selja frumteikningar merkjanna, handteiknuð á karton og innrömmuð og að andvirði þeirra renni til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Verðviðmið er 50 - 100 þús. kr. Dalvíkurbyggð stendur til boða að kaupa myndina með Fiskidagsfrímerkinu.
Byggðaráð samþykkir að styðja verkefnið með því að kaupa myndina fyrir  75 þús.kr.Tekið af lið 21 51 4915  auglýsingar og kynningarstarfsemi.

2.Heimild fyrir yfirdráttarláni vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 201307076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 25. júlí 2013, þar sem óskað er eftir heimild aðildarsveitarfélaga Eyþings til stjórnar Eyþings til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr. Í bréfinu er vísað til 1. liðar meðfylgjandi fundargerðr stjórnar Eyþings frá 17. júlí sl. um þann rekstrarvanda sem við er að etja í almenningssamgöngum á vegum Eyþings. Til að hægt verði að standa við samninga við verktaka þarf að grípa til ráðstafana, m.a. mögulega að fá yfirdráttarlán, samtals allt að 10 mkr.

Byggðaráð samþykkir erindi stjórnar Eyþings um heimild til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr. en lýsir jafnframt yfir áhyggjum af skuldasöfnun vegna almenningssamgangna og að rekstrarniðurstaða sé svo fjarri þeim áætlunum sem kynntar voru í upphafi og þeim væntingum sem bundnar voru við nýjan rekstraraðila.

Byggðaráð minnir á þær ábendingar sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar, ásamt ýmsum áður notendum þjónustunnar, settu fram varðandi þá áætlun sem sett var í gang eftir áramót þar sem þjónusta við skólafólk í Dalvíkurbyggð og þá sem sækja vinnu til Akureyrar var skert þannig að einungis hluti þeirra sem áður nýttu sér almenningssamgöngur hefur getað nýtt sér hana síðan.

Byggðaráð krefst þess að áður en lengra er haldið verði gerð  vönduð þarfagreining á svæðinu og að áætlanir byggi síðan á henni.

Þá bendir byggðaráð á varðandi lið 5 í fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. júlí, Bréf frá Vegagerðinni um umsjón með styrktum ferjum á Norðurlandi Eystra, að ferjusiglingar til Grímseyjar og Hríseyjar eru frá höfnum Dalvíkurbyggðar. Því er mælst til þess að við ákvörðun um það mál verði haft  samráð við fulltrúa Dalvíkurbyggðar.  

3.Stjórn Eyþings, 243. fundur

Málsnúmer 201307078Vakta málsnúmer

Fyrir er tekin fundargerð stjórnar Eyþings, 243. fundur frá 17. júlí.
Fundargerðin var rædd og viðbrögð við henni voru bókuð undir 3. lið Fundargerðin tekin af dagskrá.

4.Stjórn Eyþing, 242 fundur

Málsnúmer 201307077Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Eyþings, 242. fundur frá 17. maí 2013.
Fundargerðin lögð fram. Ekkert þarfnaðist afgreiðslu.

5.Þjónusta við hælisleitendur

Málsnúmer 201307051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 10. júlí 2013, en bréfið er stílað á framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Fram kemur að umsóknum um hæli á Íslandi hefur fjölgað og málsmeðferð stjórnvalda lengst. Til að bregðast við þessu efndi ráuneytið til sértaks átaks í búsetu og stjórnsýslumálum hælisleitenda. Sem lið í því átaksverkefni er leitað eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur. Í slíkri þjónustu mundi felast að sveitafélag útvegaði húsnæði, tiltekna félagslega þjónustu og annaðist greiðslu dagpeninga til framfærslu.
Í Dalvíkurbyggð er hörgull á íbúðarhúsnæði og þegar af þeirri ástæðu telur byggðaráð það ekki kost að sækjast eftir samstarfi við innanríkisráðuneytið um þetta verkefni.

Fundi slitið - kl. 08:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir sveitarstjóri