Málsnúmer 201307076Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 25. júlí 2013, þar sem óskað er eftir heimild aðildarsveitarfélaga Eyþings til stjórnar Eyþings til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr. Í bréfinu er vísað til 1. liðar meðfylgjandi fundargerðr stjórnar Eyþings frá 17. júlí sl. um þann rekstrarvanda sem við er að etja í almenningssamgöngum á vegum Eyþings. Til að hægt verði að standa við samninga við verktaka þarf að grípa til ráðstafana, m.a. mögulega að fá yfirdráttarlán, samtals allt að 10 mkr.