Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 10:00 Sigurgeir Birgisson, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Jón Halldórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 25. mars 2014, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur óskar eftir framlengingu á núverandi samningi við Dalvíkurbyggð, sem gerður var í kjölfar rekstrarvanda félagsins 2012 og sem rennur út 1. maí n.k. Óskar stjórnin eftir viðræðum við fulltrúa Dalvíkurbyggðar um rekstrarstöðu félagsins. Fram kemur að þótt ákveðinn árangur hafi náðst og hagræðing orðið í rekstri á samingstímanum þá dugar það ekki til miðað við núverandi tekjur og styrki félagsins.
Einnig tekið fyrir ársreikningur Skíðafélags Dalvíkur fyrir árið 2013 ásamt skýrslu framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur. Hagnaður ársins 2013 var kr. 4.863.517 og var árið 2012 kr. 4.633.975.
Hildur Ösp vék af fundi kl. 11:04.
Sigurgeir, Jón og Gísli viku af fundi kl. 11:10.
Byggðarráð þakkar Sigugeiri fyrir vel unnin störf sem framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.