Byggðaráð

1085. fundur 25. október 2023 kl. 13:15 - 21:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 frá fjármála- og stjórnsýslusviði

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýslsvið með fylgigögnum.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 frá framkvæmdasviði ásamt fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs ásamt tillögum að viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2024 og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2027 með fylgigögnum.

c) Beiðnir um búnaðarkaup.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti beiðnir um búnaðarkaup frá stjórendum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

d) Taka ákvarðanir um útistandandi heilt yfir.

Á fundinum var farið heilt yfir þær tillögur sem liggja fyrir frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

e) Fleira:
Á fundinum var farið yfir eftirfarandi skýrslur:
Áætluð stöðugildi 2024 í samanburði við eldri ár.
Áætluð laun 2024 í samanburði við eldri ár.
Yfirlit yfir niðurstöður úr vinnubókum í samanburði við ramma vinnubóka.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 í samræmi við umfjöllun byggðaráðs.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

Málsnúmer 202310095Vakta málsnúmer

Frestað

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 202310042Vakta málsnúmer

Frestað.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202310009Vakta málsnúmer

Frestað

Fundi slitið - kl. 21:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs