Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer
689. fundi byggðarráðs þann 23. janúar 2014 til umfjöllunar fyrirhuguð verkefnavinna um ímynd Dalvíkurbyggðar, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Byggðarráð fól upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu og koma með nánari útfærslur á verkefninu.
Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboð byggðarráðs fylgdu drög að verkefnaáætlun til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar.
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 9:00.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að verkferla- og tímaáætlun vegna verkefnisins um Ímynd Dalvíkurbyggðar.
Verkefnið skiptist í eftirfarandi áfanga:
a) Dalvíkurbyggð sem vinnuveitandi / vinnustaður.
b) Dalvíkurbyggð sem þjónustufyrirtæki.
c) Dalvíkurbyggð sem samfélag.
Gert er ráð fyrir meðal annars að nýta AirOpera aðferð í vinnu með greiningarhópum. Gert er ráð fyrir aðstoð frá Símey og áætlaður kostnaður vegna þess er kr. 153.000
Til umræðu ofangreint.
Margrét vék af fundi kl. 09:43.