Byggðaráð

955. fundur 17. september 2020 kl. 13:00 - 15:04 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór E. Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans Þórunn Andrésdóttir mætti á fundinn í hans stað.

1.Frá SSNE, Sóknaráætlun SSNE - fundur

Málsnúmer 202009096Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund, kl. 13:05 Elva Gunnlaugsdóttir og Baldvin Valdemarsson frá SSNE þar sem til umfjöllunar var Sóknaráætlun SSNE en SSNE bauð öllum sveitarstjórnum í landshlutanum til viðræðna og samráðs um áætlunina.

Til umræðu eftirfarandi:

Kynna helstu markmið Sóknaráætlunarinnar og hvernig SSNE er að fylgja henni eftir.
Vekja kjörna fulltrúa til umhugsunar og samtals um hvernig þeir geta nýtt Sóknaráætlun sem leiðarljós enda er það sameiginleg stefna landshlutans alls sem þar er mörkuð.
Ræða hvort talið er tilefni til breytinga á Sóknaráætluninni en mikilvægt er að kjörnir fulltrúar hafi tækifæri til að hafa áhrif á stefnuna sem þar er sett fram .

Elva og Baldvin viku af fundi kl. 13:50.
Byggðaráð þakkar Elvu og Baldvini fyrir góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.

2.Ársþíng 2020

Málsnúmer 202009095Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 11. september 2020, þar sem boðað er til ársþings SSNE 9. og 10. október n.k. í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.

Lagt fram til kynningar.

3.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:00.

Á fundi byggðaráðs þann 20. ágúst s.l. gerði sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs grein fyrir framvindu málsins frá síðasta fundi byggðaráðs þar sem málið var til umfjöllunar og kynnti kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett 18. ágúst 2020, fyrir viðgerð á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt annars vegar og hins vegar vegna viðgerðar á "Bláa lóninu".

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem lögð fram tillaga að lausn málsins byggð á ofangreindri kostnaðaráætun AVH.

Börkur vék af fundi kl. 14:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður og niðurstöðu byggðaráðs um hámarksupphæð.

4.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá fundi þann 15. september s.l. og erindi frá stjórnendum vegna aukinna stöðuhlutfalla vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka 2020 ; tilfærslur á milli liða

Málsnúmer 202009103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 08.09.2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 til að færa á mill liða þannig að liður 02110-9150, fjárhagsaðstoð lækkar um kr. 2.280.000 en fer yfir á liði 02180-9165, sérstakar húsaleigubætur kr. 1.280.000, á 02010-4390, önnur sérfræðiþjónusta, kr. 500.000 og á lið 02010-4311 lögfræðiþjónusta kr. 500.000. Nettóáhrifin eru 0.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka um millifærslur á milli deilda og liða í málaflokki 02 vegna fjárhagsáætlunar 2020, viðauki nr. 30.

6.Fjárhagsáætlun 2021; Friðland Svarfdæla - frá Hjörleifi Hjartarsyni

Málsnúmer 202009091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni vegna Friðlands Svarfdæla, rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 þar sem Hjörleifur minni á að gert verði ráð fyrir verkefnum í Friðlandi Svarfdæla eins og kveður á í samningi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar.

Auk reglubundins viðhalds á stígum,merkingum, mannvirkjum og reksturs á áningarstað eru upptalin forgangsverkefni næsta árs.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

7.Fjármálaráðstefna 2020

Málsnúmer 202009093Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 8. september 2020, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að dagana 1. og 2. október 2020 fer fram árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Ráðstefnan verður með breyttu sniði í ljósi aðstæðna og verður hún alfarið á netinu í 2 tíma hvorn dag.
Í kjölfarið verða svo vikulegir fundir út október þar sem farið verður í sérstök málefni sem að tengjast fjármálum sveitarfélaga. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega þegar nær dregur.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa; Áskorun v. íslensk netverslun og bein sala á framleiðslustað

Málsnúmer 202009094Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 14. september 2020, frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa, þar sem kynnt er áskorun á ráðherra, þingmen og sveitarstjórnarfólk. Samtökin skora á ráðherra að leggja frumvarp sitt um að heimila íslenska netverslun með áfengi til jafns við erlenda fram á nýjan leik og tryggja á sama tíma möguleika handverksbrugghúsa til að selja gestum vörur sínar með beinum hætti á framleiðslustað.

Með breytingunum mætti standa vörð um afkomu frumkvöðlafyrirtækja og tugi starfa í öllum landshlutum á erfiðum tímum, auk þess að ýta undir framleiðslu á íslenskum gæðavörum og minnka kolefnisspor hinna seldu vara svo um munar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:04.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs