Málsnúmer 201706024Vakta málsnúmer
Til kynningar 35. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst s.l. var jafnframt bókað:
"Tekið fyrir rafbréf dagsett þann 18. ágúst 2017 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september 2017 á Siglufirði. Á fundinum verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.
Sjávarútvegsfundur hefst eftir hádegi 7. september á Siglufirði. Þar verður t.d. fjallað um skiptingu veiðigjalda til sveitarfélaga, byggðarkvóta og áhættumat Hafrannsóknarstofnunnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja aðalfundinn og sjávarútvegsfundinn."