Atvinnumála- og kynningarráð

61. fundur 03. mars 2021 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir mætti á fundinn í hans stað.

1.Fundaröð atvinnumála- og kynningarráðs

Málsnúmer 202103011Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála hvað varðar ör-ráðstefnu ráðsins í febrúar/mars.
Í samstarfi við SSNE er stefnan sett á að halda ráðstefnuna þann 23. mars nk.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að halda áfram vinnu við undirbúninginn og auglýsa næstu ör-ráðstefnu.

2.Markaðs- og kynningarmál

Málsnúmer 202103012Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu markaðs- og kynningarmála í kjölfar Covid-19 og framhald.

Þörf er á að skoða þá kynningarkosti sem henta sveitarfélaginu með tilliti til þess að ná til sem flestra en vera á sama tíma fjárhagslega hagstæðir valkostir.
Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt þeim umræðum sem sköpuðust á fundinum. Mikilvægt er að nýta þá kosti sem er að finna hér í nágrenninu til kynningar á sveitarfélaginu sem ákjósanlegan búsetukost og í ferðaþjónustu.

3.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Fundargerð 22. fundar SSNE frá 10. febrúar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi