Atvinnumála- og kynningarráð

60. fundur 03. febrúar 2021 kl. 08:15 - 09:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirtækjaþing 2020

Málsnúmer 202011065Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaða ör-ráðstefna Atvinnumála- og kynningaráðs sem lagt var til að yrði beint til ungs fólks um mánaðarmótin febrúar/mars.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að hafa samband við SSNE varðandi samvinnu við að halda ör-ráðstefnu eins og haldin var 25. nóvember 2020.

2.Skönnun opinberra vefja

Málsnúmer 202011063Vakta málsnúmer

Farið yfir upplýsingar um þau gögn sem hafa borist frá Rafrænu Íslandi varðandi lokaskýrslu á vefnum en upplýsingum frá skönnuninni hefur verið mjög ábótavant þar sem ekki er hægt að fullskoða skýrsluna nema kaupa aðgang að SiteImprov.
Lagt fram til kynningar.

3.Norðurstrandarleið - sögur

Málsnúmer 202011064Vakta málsnúmer

Til umræðu skiltamál tengd Norðurstrandarleið.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að setja sig í samband við vinnuhóp Arctic Coast Way hjá Markaðsstofu Norðurlands varðandi skilti sem búið er að hanna og framleiða hjá Markaðstofunni.

4.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

Málsnúmer 202101094Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 22. janúar 2021, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021.

5.Til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

Málsnúmer 202101095Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis sem sendur var 22. janúar 2021. Nú er til umsagnar frumvarp tillaga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar2021
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar SSNE lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fréttatilkynningar Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202004158Vakta málsnúmer

Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands lagt fram til kynningar
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að hafa samband við Markaðsstofu Norðurlands og óska eftir að starfsmaður frá þeim komi á næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi