Málsnúmer 202011065Vakta málsnúmer
Ástandið á síðustu mánuðum hefur ekki gert ráðinu kleift að halda fyrirtækjaþing og kalla aðila sem reka fyrirtæki í Dalvíkurbyggð saman á fund.
Lagt er til að halda ör-ráðstefnu í fjarfundi fyrir aðila í fyrirtækjarekstri. Hugmyndin er að halda eina slíka þann 25. nóvember nk. ef aðstæður leyfa og er undirbúningur fyrir það hafinn í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.
Á ör-ráðstefnunni yrði áhersla lögð á að fjölga og efla smáfyrirtæki í byggðalaginu með það markmiði að hækka þjónustustigið og mögulega skapa fleiri atvinnutækifæri.
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir boðaði ekki forföll og enginn mætti í hennar stað.