Sundlaugavörður í Íþróttamiðstöð - sumar 2023

Sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöð

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í sumarafleysingar við íþróttamiðstöðina á Dalvík. Um er að ræða 100% starf frá byrjun júní til fram í miðjan ágúst.
Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.

Helstu verkefni:

  • Baðvarsla.
  • Samskipti og afgreiðsla viðskiptavina.
  • Sundlaugagæsla.
  • Þrif og afgreiðsla.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur.
  • Reynsla af vinnu með börnum og unglingum er kostur.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Geta til að sinna minniháttar viðhaldi.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
  • Hreint sakavottorð (skv. 10. grein Æskulýðslaga).
  • Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða.
  • Lágmarksaldur er 18 ára.


Ofangreindar hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að lausnamiðuðum, metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem ber hag þjónustunotenda fyrir brjósti.

Með umsókn skal skila ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Íbúagátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar (undir umsóknir > Atvinnuumsóknir > Atvinnuumsókn - Sumar 2023 - Sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöð).
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2023.

 Upplýsingar gefur Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 863-4369 eða í tölvupósti á netfangið gislirunar@dalvikurbyggd.is