Starfsfólk á heimili fyrir fatlaða III - sumar 2023
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingar í 50-100% stöðuhlutfall til að sinna íbúum í Íbúðakjarna/Skammtímavistun. Um er að ræða vaktavinnustarf og umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
Helstu verkefni:
- Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta við íbúa (með mismikla stuðningsþörf), sem miðar að því að leiðbeina og aðstoða einstaklinga við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg störf varðandi húshald eftir því sem þörf krefur.
- Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni, innan og utan heimilis.
- Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa og notendur Skammtímavistunar.
- Jákvæð og uppbyggileg samskipti við þjónustunotendur, aðstandendur og samstarfsfólk.
- Leiðbeina og aðstoða við atvinnu.
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki mikill kostur.
- Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.
- Bílpróf.
Ofangreindar hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að lausnamiðuðum, metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem ber hag þjónustunotenda fyrir brjósti.
Við ráðningu er jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Vakin er athygli á að þörf er á fleiri körlum til starfa á verksviðinu. Greitt er samkv. kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kjalar.
Með umsókn skal skila ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Íbúagátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar (undir umsóknir > Atvinnuumsóknir > Atvinnuumsókn - Sumar 2023 - Starfsfólk á heimili fyrir fatlaða).
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Upplýsingar gefur Þórhalla Franklín Karlsdóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, í tölvupósti á netfangið: tota@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4912
Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2023.