Þennan dag viljum við hvetja fólk til að koma með púsl og spil sem safna ryki á heimilum þeirra og leggja inn á stóra spila og púsl skiptimarkað bókasafnsins.
Eins og máltækið segir þá er eins manns rusl annars gull og getur það átt við um bæði púsl og spil þar sem margir þreytast á að spila eða púsla sama hlutinn oft. Spila og púsl skiptimarkaðurinn mikli virkar þannig að með því að leggja inn spil eða púsl gefst einstaklingum kostur að velja sér annað af markaðnum að eigin vali. Ef einstaklingar eiga hvorki púsl né spil til að leggja á markaðinn en vilja ólmir eignast eitthvað á skiptiborðinu verður hægt að versla beint af markaðnum fyrir væga peningaupphæð.
Að þessu tilefni er tilvalið að prófa nokkur spil og verður því efnt til allsherjar spila og púsl veislu á bókasafninu.
Allir eru velkomnir og hvetjum foreldra, ömmur, afa, frænkur og frændur að bjóða fólkinu sínu í notalega spilastund.