Færnissmiðja / Local learning lab

Færnissmiðja / Local learning lab

ENGLISH VERSION follows ICELANDIC below:

Bókasafnið í samstarfi við Rökstólar kynna: Færnissmiðja. 09.04.19 – kl. 16:30-18:00.

Þá er komið að annarri færnissmiðjunni hjá okkur á bókasafninu og að þessu sinni er þema smiðjunnar, súrdeig og brauðgerð. Já þið lásuð rétt!
Fjallað verður um hinar ýmsu hliðar súrdeigsins og gæða brauð bakstur, allt frá hugmynd til framkvæmda. Við fáum í heimsókn til okkar Mathias, sem hefur mikla ástríðu fyrir súrdeigi – svo mikla að hann, ásamt konu sinni Ellu Völu, eru að fara opna fyrsta súrdeigsbrauð-bakaríið hér í byggð.

Við hvetjum forvitna, áhugasama og árstríðufulla um súrdeig að mæta og kynna sér þetta víðamikla og spennandi efni (þeir sem eiga "súrdeigsmæður" mega endilega taka með til að sýna og jafnvel deila með öðrum áhugasömum).

Óþarfi er að skrá sig, allir velkomnir og frítt inn. Smiðjan verður aðalega á íslensku og ensku, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir óháð tungumáli.

Hlökkum til að fræðast með ykkur!


Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Rökstólar.

______________________________________________________

LOCAL LEARNING LAB, April 9th 2019, 16.30-18.00

It´s time for our next skills sharing workshop in the library and this time the theme is sourdough and bread-making.
YES, you read it correctly. We´re going to explore the magic of making your own bread, while using quality ingredients. We will learn about the basics, as well as interesting details that all those with the passion for the topic will bring with them.
Mathias, one of the locals who has big passion for sourdough bread-making has promised to come and join us and share all his knowledge and experience.

We encourage all those curious, interested and passionate about the theme to come and share and learn together. (you´re welcome to come with ‘sourdough mothers’ and/or any other material that you connect with the theme and want to share with others.)

This event is family friendly and knowledge of Icelandic is not a must.

We look forward to learning together,

Library and Rökstólar