Fundargerðin er í 7 liðum.
Til afgreiðslu: 4. og 5. liður
Til afgreiðslu sem sér liðir á dagskrá: 2., 3. og 7. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980
Byggðaráð hefur lagt til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins með fyrirvara um að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.
Jón Ingi tók ekki þátt í afgreiðslu vegna vanhæfis.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:24.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.
Jón Ingi Sveinsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Jón Ingi Sveinsson kom aftur inn á fundinn kl. 16:25.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 980
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra að fara með atkvæði Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum.
Kl. 15:50 var gert fundarhlé vegna ráðningarmála.
Kl. 18:45 hófst fundur aftur að loknu hléi.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.