Opnunartími hafna Dalvíkurbyggðar vegna styttingu vinnuvikunnar

Málsnúmer 202501132

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 144. fundur - 05.02.2025

Í kjarasamningi Kjalar stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um styttri vinnuviku starfsfólks í fullu starfi sem er 36 virkar vinnustundir. Til upplýsinga er lögð fram tillaga að útfærslu þessa hjá starfsmönnum í ljósi opunartíma hafnanna.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að halda opnunartíma hafna Dalvíkur óbreyttum. Opnunartíminn er frá kl. 8:00 - 17:00.