Á 1101. fundi byggðaráðs þann 21. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 18. mars sl., þar sem gert er grein fyrir villu sem kom upp í hámarksprósentu á fráveitu- og vatnsgjaldi í upphafsálagningu 2024 sem nú er búið að leiðrétta. Breytingarálagningin er kr. -11.105.769 til lækkunar og er aðallega vegna fráveitugjalds á atvinnuhúsnæði. Helga Íris vék af fundi kl. 14:25.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna leiðréttingar á tekjuáætlun vatnsveitu og fráveitu 2024. "
Sviðsstjóri upplýsti með vísan í meðfylgjandi gögn að ekki sé þörf að gera breytingar á fjárhagsáætlun 2024. Álagning vatnsgjalds og fráveitugjalds 2024 eftir leiðréttingu, sem deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar gerir grein fyrir í ofangreindu minnisblaði, verður í samræmi við áætlunarálagningu 2024 þegar búið verður að leiðrétta bókanir eftir keyrslu á leiðréttingum í álagningu.