Kosningar samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202401109

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

a) Fulltrúar á fundi Veiðfélags Svarfaðardalsár.

Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa á fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið:

Kristinn Bogi Antonsson, aðalmaður.
Freyr Antonsson, til vara.

Fleiri tóku ekki til máls.

b) Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Sigríður Jódis Gunnarsdóttir taki sæti sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs í stað Jóhanns Má Kristinssonar og að Freyr Antonsson taki sæti hennar sem varamaður í sama ráði.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að Kristinn Bogi Antonsson verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundum Veiðifélags Svarfaðardalsár og Freyr Antonsson verði til vara út kjörtímabilið.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar um að Sigríður Jódis Gunnarsdóttir verði formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og Freyr Antonsson taki sæti hennar sem varamaður í sama ráði.