Styrkbeiðni Samtök um kvennaathvarf

Málsnúmer 202312053

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 275. fundur - 09.01.2024

Tekin fyrir rafpóstur dags. 18.12.2023 frá Kvennaathvarfinu. Í ágúst 2020 opnuðu Samtök um kvennaathvarf neyðarathvarf á Akureyri sem ætlar er konum og börnum þeirra, sem þurfa að flýja af heimili sínu sökum ofbeldis. Þjónusta athvarfsins á Akureyri hefur hingað til verið skertari en í athvarfinu í Reykjavík, þá aðallega styttri viðvera starfskvenna. Með aukinni aðsókn kvenna og barna komst stjórn Samtaka um kvennaathvarf að þeirri niðurstöðu að ekki væri forsvaranlegt að halda áfram rekstri í óbreyttri mynd. Frá upphafi hefur rekstur athvarfsins á Norðurlandi komið að lang mestu leyti úr sjóðum Samtaka um Kvennaathvarf. Ljóst var að sá sjóður myndi ekki getað staðið undir rekstrinum á Akureyri miðað við það þjónustu-stig sem stjórn Samtaka um Kvennaathvarf mat sem öruggt og viðunandi.

Í september s.l. hlutu Samtök um kvennaathvarf styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti ætlað sérstaklega fyrir rekstur athvarfs á Akureyri og með mótframlagi frá Samtökum um kvennaathvarf hefur viðunandi þjónusta nú verið fest í sessi. Hér má sjá áætlaðan kostnað vegna reksturs Kvennaathvarfs á Akureyri fyrir árið 2024, miðað við það þjónustustig sem við nú bjóðum uppá:
Launakostnaður 30,5 mkr.
Húsnæðiskostnaður 2,8 mkr.
Annar rekstrarkostnaður 1,2 mkr.
Samtals 34,5 mkr.

Kvennaathvarf á Akureyri er rekið í nánu samstarfi við þjónustuaðila á svæðinu, s.s. Bjarmahlíð,Aflið, lögregluna og barnavernd Akureyrarbæjar en slíkt samstarf tryggir betri þjónustu og utanumhald um þolendur ofbeldis. Það er von okkar að sveitarfélög á Norðurlandi eystra taki þátt í að tryggja framboð á þessari gríðarlega mikilvægu þjónustu. Fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf óskar Kvennaathvarfið hér með eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra
til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins fyrir árið 2024, alls 2,8 milljónir króna.
Samkvæmt sundurliðun á húsaleigu fyrir hvert sveitarfélag í Eyjafirði yrði hlutur Dalvikurbyggðar 5.88% af leigunni eða 164.502 kr.
Félagsmálaráð samþykkir með 4 greiddum atkvæðum að greiða styrk að upphæð 165.000 til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Tekið af lið 02-80-4995

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 275. fundi félagsmálaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur dags. 18.12.2023 frá Kvennaathvarfinu. Í ágúst 2020 opnuðu Samtök um kvennaathvarf neyðarathvarf á Akureyri sem ætlar er konum og börnum þeirra, sem þurfa að flýja af heimili sínu sökum ofbeldis. Þjónusta athvarfsins á Akureyri hefur hingað til verið skertari en í athvarfinu í Reykjavík, þá aðallega styttri viðvera starfskvenna. Með aukinni aðsókn kvenna og barna komst stjórn Samtaka um kvennaathvarf að þeirri niðurstöðu að ekki væri forsvaranlegt að halda áfram rekstri í óbreyttri mynd. Frá upphafi hefur rekstur athvarfsins á Norðurlandi komið að lang mestu leyti úr sjóðum Samtaka um Kvennaathvarf. Ljóst var að sá sjóður myndi ekki getað staðið undir rekstrinum á Akureyri miðað við það þjónustu-stig sem stjórn Samtaka um Kvennaathvarf mat sem öruggt og viðunandi. Í september s.l. hlutu Samtök um kvennaathvarf styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti ætlað sérstaklega fyrir rekstur athvarfs á Akureyri og með mótframlagi frá Samtökum um kvennaathvarf hefur viðunandi þjónusta nú verið fest í sessi. Hér má sjá áætlaðan kostnað vegna reksturs Kvennaathvarfs á Akureyri fyrir árið 2024, miðað við það þjónustustig sem við nú bjóðum uppá: Launakostnaður 30,5 mkr. Húsnæðiskostnaður 2,8 mkr. Annar rekstrarkostnaður 1,2 mkr. Samtals 34,5 mkr. Kvennaathvarf á Akureyri er rekið í nánu samstarfi við þjónustuaðila á svæðinu, s.s. Bjarmahlíð,Aflið, lögregluna og barnavernd Akureyrarbæjar en slíkt samstarf tryggir betri þjónustu og utanumhald um þolendur ofbeldis. Það er von okkar að sveitarfélög á Norðurlandi eystra taki þátt í að tryggja framboð á þessari gríðarlega mikilvægu þjónustu. Fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf óskar Kvennaathvarfið hér með eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins fyrir árið 2024, alls 2,8 milljónir króna. Samkvæmt sundurliðun á húsaleigu fyrir hvert sveitarfélag í Eyjafirði yrði hlutur Dalvikurbyggðar 5.88% af leigunni eða 164.502 kr. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með 4 greiddum atkvæðum að greiða styrk að upphæð 165.000 til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Tekið af lið 02-80-4995."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem leggur fram þá tillögu að upplýsingafulltrúa verði falið að koma starfsemi Kvennaathvarfsins á Akureyri á framfæri í frétt á heimasíðu og samfélagsmiðlum Dalvíkurbyggðar.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og samþykkir að greiddur verði styrkur að upphæð kr. 165.000 til Samtaka um kvennaathvarf vegna húsnæðis samtakanna á Akureyri. Vísað á lið 02800-4995.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.