Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Akureyri, í gegnum TEAMS fund kl. 15:20 og Friðjón Árni Sigurvinsson,upplýsingafulltrúi kl. 15:20.
Anna Lind og Díana kynntu fyrir byggðaráði verkefni er varðar auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra sem er áhersluverkefni sóknaráætlunar.
Verkefnið felst meðal annars í því að greina fjárfestingartækifæri á Norðurlandi eystra í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Ráðgert er að vinna með hverju sveitarfélagi fyrir sig og greina kosti og áherslur hvers sveitarfélags. Sveitarfélag óskar eftir að taka þátt í verkefninu.
Verkþættir;
Fundur verkefnastjóra með sveitarstjóra til kynningar á verkefninu.
Netkönnun lögð fyrir sveitarstjórn.
Vinnustofa - fundað með sveitarstjórn og farið yfir niðurstöður netkönnunar. Fjárfestingartækifæri greind, annarsvegar 1-2 stór verkefni sem kalla á aukna innviði og taka lengri tíma og hins vegar 1-2 smærri verkefni sem kalla ekki á aukna innviði og hægt að hefjast handa við strax.
Verkefnastjórar draga saman niðurstöður og kynna fyrir sveitarfélaginu
Anna Lind og Díana viku af fundi kl. 15:36.