Uppbygging og umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040

Málsnúmer 202311021

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Í Samráðsgáttinni þá kynnir Matvælaráðuneytið til samráðs drög að stefnumótun lagareldis til ársins 2024.
https://island.is/samradsgatt/mal/3554
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi bókun.
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar bendir á að svæðisskipulag Eyjafjarðar er að fara í endurskoðun og telur að sveitarfélögin á svæðinu í samstarfi við Innviðaráðuneytið eigi að marka sér haf-og strandsvæðaáætlun fyrir Eyjafjörð með tilliti til umhverfisverndar, friðunar, veiða, nýtingar og lagareldis. Tekið verði tillit til þess við gerð stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis að vinna hefur ekki hafist og að framtíðartillögur þeirrar vinnu verði til grundavallar umgjörð og uppbyggingu lagareldis í Eyjafirði."


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.