Frá 1086. fundi byggðaráðs þann 02.11.2023; Fjárhagsáætlun 2023; heildarviðauki II útkomuspá

Málsnúmer 202311017

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"b) Útkomuspá 2023/ heildarviðauki II

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig tillaga að útkomuspá 2023/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og samþykktir í sveitarstjórn frá heildarviðauka I.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að útkomuspá/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er áætluð jákvæð um kr. 116.404.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta er áætlað kr. 416.062.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 304.545.000.
Áætluð lánataka fyrir samstæðuna er kr. 0.
Afborganir lána fyrir samstæðuna eru kr. 126.300.000.
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023/ útkomuspá 2023.