Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"b) Útkomuspá 2023/ heildarviðauki II
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig tillaga að útkomuspá 2023/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og samþykktir í sveitarstjórn frá heildarviðauka I.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að útkomuspá/ heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er áætluð jákvæð um kr. 116.404.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta er áætlað kr. 416.062.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 304.545.000.
Áætluð lánataka fyrir samstæðuna er kr. 0.
Afborganir lána fyrir samstæðuna eru kr. 126.300.000.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2023/ útkomuspá 2023.