Jöfnun húshitunarkostnaðar 2023

Málsnúmer 202310104

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 129. fundur - 01.11.2023

Með fundarboði fylgja gögn, útreikningur og útsend bréf frá því á árinu 2022.
Frestað til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 130. fundur - 06.12.2023

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2023. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 260,40 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.810.131 kr.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar Jafnframt leggur veitu- og hafnaráð til að reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar verði endurskoðaðar á árinu 2024. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023



Á 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2023. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 260,40 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.810.131 kr. Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar Jafnframt leggur veitu- og hafnaráð til að reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar verði endurskoðaðar á árinu 2024. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Til máls tók;
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:51.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi tillögu að útreikningum á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2023 og tillögur að niðurgreiðslum alls að upphæð kr. 2.810.131, vísað á lið 47310-9110.
Gunnar Kristinn Guðmundsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.